Viðar hjálpaði Selfossi að fá Gary Martin Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 12:00 Gary Martin getur leikið sinn fyrsta leik fyrir Selfoss á morgun. Umf. Selfoss/Arnar Helgi Þegar enski markaskorarinn Gary Martin reyndist falur, eftir að ÍBV rifti samningi sínum við hann, voru Selfyssingar fljótir að bregðast við. Dyggir stuðningsmenn stuðluðu að því að Martin er nú leikmaður Selfoss og líklegur til að hjálpa liðinu mikið í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar. Gary Martin skoraði 11 mörk fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í fyrra, eftir að hafa orðið markakóngur Pepsi Max-deildarinnar 2019 með 14 mörk. Það kostar skildinginn að semja við slíkan leikmann, til tveggja ára, en höggið er lítið fyrir knattspyrnudeild Selfoss sem leitaði til velunnara og safnaði nægu fé til að fá Martin. Landsliðsmaðurinn og Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er einn þeirra sem sáu til þess að Selfoss yrði næsti áfangastaður Martins. Viðar lék síðast með Selfyssingum árið 2012 en hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 og spilað í Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og Tyrklandi. Jón S. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, sagði „sex til átta“ aðila hafa lagt til fé svo að hægt yrði að semja við Gary Martin. Hann vildi ekkert segja til um það hvort að Viðar væri einn þeirra sem veitt hefðu deildinni fjárhagslegan stuðning en sagði: „Það voru allir mjög jákvæðir að bæta aðeins í og hjálpa til út af þessu. Það sýnir samstöðuna í bæjarfélaginu og hjá okkar stuðningsmönnum, sem eru tilbúnir að koma að borðinu þegar þess þarf. Við gefum hins vegar ekkert upp hverjir það eru.“ Fyrsti leikur á morgun Selfoss vann sig upp úr 2. deild í fyrra og leikur sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á morgun, gegn Vestra á JÁVERK-vellinum kl. 14. Gary Martin er kominn með leikheimild og gæti því spilað þann leik. Martin var rekinn frá ÍBV fyrir rúmri viku vegna agabrots. Í yfirlýsingu frá honum kom fram að samningi hans hefði verið rift í kjölfar þess að hann dreifði nektarmynd af liðsfélaga sínum á lokaðri spjallrás leikmannahóps ÍBV á Snapchat. Samkvæmt yfirlýsingunni kærði liðsfélaginn Martin til lögreglu. Gary Martin hefur leikið á Íslandi, með hléum, frá árinu 2010. Hann lék fyrst með ÍA en svo einnig með KR, Víkingi R. og um skamman tíma Val áður en hann fór til ÍBV sumarið 2019. Lengjudeildin UMF Selfoss Árborg Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Gary Martin skoraði 11 mörk fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í fyrra, eftir að hafa orðið markakóngur Pepsi Max-deildarinnar 2019 með 14 mörk. Það kostar skildinginn að semja við slíkan leikmann, til tveggja ára, en höggið er lítið fyrir knattspyrnudeild Selfoss sem leitaði til velunnara og safnaði nægu fé til að fá Martin. Landsliðsmaðurinn og Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er einn þeirra sem sáu til þess að Selfoss yrði næsti áfangastaður Martins. Viðar lék síðast með Selfyssingum árið 2012 en hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 og spilað í Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og Tyrklandi. Jón S. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, sagði „sex til átta“ aðila hafa lagt til fé svo að hægt yrði að semja við Gary Martin. Hann vildi ekkert segja til um það hvort að Viðar væri einn þeirra sem veitt hefðu deildinni fjárhagslegan stuðning en sagði: „Það voru allir mjög jákvæðir að bæta aðeins í og hjálpa til út af þessu. Það sýnir samstöðuna í bæjarfélaginu og hjá okkar stuðningsmönnum, sem eru tilbúnir að koma að borðinu þegar þess þarf. Við gefum hins vegar ekkert upp hverjir það eru.“ Fyrsti leikur á morgun Selfoss vann sig upp úr 2. deild í fyrra og leikur sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á morgun, gegn Vestra á JÁVERK-vellinum kl. 14. Gary Martin er kominn með leikheimild og gæti því spilað þann leik. Martin var rekinn frá ÍBV fyrir rúmri viku vegna agabrots. Í yfirlýsingu frá honum kom fram að samningi hans hefði verið rift í kjölfar þess að hann dreifði nektarmynd af liðsfélaga sínum á lokaðri spjallrás leikmannahóps ÍBV á Snapchat. Samkvæmt yfirlýsingunni kærði liðsfélaginn Martin til lögreglu. Gary Martin hefur leikið á Íslandi, með hléum, frá árinu 2010. Hann lék fyrst með ÍA en svo einnig með KR, Víkingi R. og um skamman tíma Val áður en hann fór til ÍBV sumarið 2019.
Lengjudeildin UMF Selfoss Árborg Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira