Aukin lífsgæði meðal þátttakenda í fjölskylduverkefni SOS í Eþíópíu Heimsljós 10. maí 2021 10:44 SOS Fjölskylduverkefni SOS Barnaþorpa hófst í Eþíópíu árið 2018. Mikill meirihluti foreldra og barna sem taka þátt í verkefni sem snýr að fjölskyldueflingu í Eþíópíu á vegum SOS Barnaþorpanna, með styrk frá utanríkisráðuneytinu, segir að lífsgæðin hafi aukist. Samkvæmt frétt frá samtökunum telja 88,2 prósent þátttakenda lífsgæði hafa aukist. Verkefnið hófst árið 2018 og því lýkur á næsta ári. „Markmið fjölskyldueflingar SOS er að hjálpa barnafjölskyldum upp úr sárafátækt svo þær geti staðið á eigin fótum. Þannig komum við í veg fyrir að börn missi foreldraumsjón með því að efla foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin sín,“ segir í frétt frá SOS. „Nú er þremur árum lokið af fjórum í verkefni okkar á Eteya svæðinu í Eþíópíu. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og standa á eigin fótum. Við útvegum fólkinu það sem það þarf til að geta aflað sér tekna með það að markmiði að geta staðið á eigin fótum. Má þar meðal annars nefna hráefni, tæki og tól til ýmiss konar framleiðslu, nautgripi til ræktunar, skólagögn, greiðslu skólagjalda, foreldrafræðslu og heilbrigðisþjónustu.“ Samkvæmt nýrri matsskýrslu er að mati SOS barnaþorpanna ástæða til að gleðjast yfir árangri á flestum sviðum og nefnt er meðal annars að rúmlega 70 prósent búi yfir bættum fjárhag. COVID-19 hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Aðeins 70% barnanna hafa verið skráð fyrir endurkomu þegar skólahald hefst á ný. Þá hafa áætlanir um aðgengi að neysluvatni ekki gengið eftir og margir foreldrar ná ekki endum saman milli mánaðarmóta. Meðallaun voru tæplega fimm þúsund krónur á mánuði en meðalútgjöld 66,7% heimila í verkefninu eru 6.300 krónur á mánuði.“ Börnin eiga leið út úr vítahring Þrátt fyrir þetta bakslag er að mati SOS barnaþorpanna útlit fyrir að það náist að útskrifa stóran hluta skjólstæðinga fyrir lok árs 2021. "Þessar barnafjölskyldur hafa komist frá þeim slæma stað að eiga ekki fyrir mat eða skólagöngu barnanna. Nú eru foreldrarnir farnir að skapa sér tekjur, læra að spara og borga til baka af vaxtalausum lánum sem þeim býðst í gegnum fjölskyldueflinguna. Þetta fólk getur með öðrum orðum lifað mannsæmandi lífi og börnin fá menntun. Börnin eiga því möguleika á brjótast út úr hring fátæktarinnar þegar fram líða stundir, nokkuð sem hefur verið foreldrum þeirra og forfeðrum ómögulegt.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent
Mikill meirihluti foreldra og barna sem taka þátt í verkefni sem snýr að fjölskyldueflingu í Eþíópíu á vegum SOS Barnaþorpanna, með styrk frá utanríkisráðuneytinu, segir að lífsgæðin hafi aukist. Samkvæmt frétt frá samtökunum telja 88,2 prósent þátttakenda lífsgæði hafa aukist. Verkefnið hófst árið 2018 og því lýkur á næsta ári. „Markmið fjölskyldueflingar SOS er að hjálpa barnafjölskyldum upp úr sárafátækt svo þær geti staðið á eigin fótum. Þannig komum við í veg fyrir að börn missi foreldraumsjón með því að efla foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin sín,“ segir í frétt frá SOS. „Nú er þremur árum lokið af fjórum í verkefni okkar á Eteya svæðinu í Eþíópíu. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og standa á eigin fótum. Við útvegum fólkinu það sem það þarf til að geta aflað sér tekna með það að markmiði að geta staðið á eigin fótum. Má þar meðal annars nefna hráefni, tæki og tól til ýmiss konar framleiðslu, nautgripi til ræktunar, skólagögn, greiðslu skólagjalda, foreldrafræðslu og heilbrigðisþjónustu.“ Samkvæmt nýrri matsskýrslu er að mati SOS barnaþorpanna ástæða til að gleðjast yfir árangri á flestum sviðum og nefnt er meðal annars að rúmlega 70 prósent búi yfir bættum fjárhag. COVID-19 hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Aðeins 70% barnanna hafa verið skráð fyrir endurkomu þegar skólahald hefst á ný. Þá hafa áætlanir um aðgengi að neysluvatni ekki gengið eftir og margir foreldrar ná ekki endum saman milli mánaðarmóta. Meðallaun voru tæplega fimm þúsund krónur á mánuði en meðalútgjöld 66,7% heimila í verkefninu eru 6.300 krónur á mánuði.“ Börnin eiga leið út úr vítahring Þrátt fyrir þetta bakslag er að mati SOS barnaþorpanna útlit fyrir að það náist að útskrifa stóran hluta skjólstæðinga fyrir lok árs 2021. "Þessar barnafjölskyldur hafa komist frá þeim slæma stað að eiga ekki fyrir mat eða skólagöngu barnanna. Nú eru foreldrarnir farnir að skapa sér tekjur, læra að spara og borga til baka af vaxtalausum lánum sem þeim býðst í gegnum fjölskyldueflinguna. Þetta fólk getur með öðrum orðum lifað mannsæmandi lífi og börnin fá menntun. Börnin eiga því möguleika á brjótast út úr hring fátæktarinnar þegar fram líða stundir, nokkuð sem hefur verið foreldrum þeirra og forfeðrum ómögulegt.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent