Börn fái ranghugmyndir og neikvæðar hugsanir eftir neyslu á Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2021 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. vísir/Sigurjón Um fjögur prósent tólf til sextán ára barna á Íslandi hafa notað efnið Spice eða rúmlega fjögur hundruð börn. Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð. Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í lok síðustu viku að dæmi séu um að börn niður í 12 ára séu að reykja Spice. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og mörgum sinnum sterkara en kannabis. Varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði sagði merki um að yngri börn væru farin að nota Spice. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Svona síðustu þrjá mánuði hefur þetta verið aðalefnið hjá krökkunum sem eru að koma til okkar,“ segir Funi. Um sé að ræða fjórtán til átján ára börn. Börnin séu með hugmyndir um að Spice sé saklaust efni og minni á kannabis. Það sé ekki raunin. Um sé að ræða hugbreytandi efni. „Þetta er svona meira í anda sýru eða LSD, þau fá ranghugmyndir, sjá hluti, það er eins og eitthvað sé að skríða á manni og fá alls konar skrítnar hugmyndir,“ segir Funi. Þá séu eftirköstin mjög erfið. „Þau verða mjög þung og döpur og fá neikvæðar hugsanir. Við höfum líka séð talsvert aukið ofbeldi og síðan eru jafnvel uppköst og slíkt þegar þau eru í fráhvörfum,“ segir Funi. Ný rannsókn Rannsóknar-og greiningar sýnir að 3,8 prósent barna í 8., 9., og 10. bekk hafi prófað Spice eða um fjögur hundruð börn. Könnunin var lögð fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Funi segir að það sé auðvelt að fela neysluna í upphafi. Efnið er lyktalaust og ekki er hægt að greina það með hefðbundinni þvagprufu. „Það þarf sérstök Spice próf sem eru mjög viðkvæm, þannig ef efnasamsetningunni er breytt mælist það ekki. Það er tillögulega auðvelt að fela þetta fyrir mömmu og pabba til dæmis,“ segir Funi. Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Þau virðast líka vera talsvert fljót að fara í mikla neyslu á þessu,“ segir Funi. Í kvöldfréttum kom fram að börnin væru um eitt þúsund en hið rétta er að þau eru rúmlega fjögur hundruð.
Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira