Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2021 23:24 Nýi Herjólfur hefur aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Egill Aðalsteinsson Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina: Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina:
Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30
Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15
Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19