Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 13:15 Þorsteinn V. Einarsson heldur úti verkefninu Karlmennskan á samfélagsmiðlum. Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48