Fyrsti leikur dagsins var einmitt viðureign Cloud9 og DWG KIA. Í fyrri leik liðanna hafði DWG KIA unnið nokkuð þægilegan sigur, en leikur liðanna í dag var mun jafnari.
DWG KIA voru þó með yfirhöndina þegar líða fór á leikinn. Eftir um 37 mínútna leik snéru fulltrúar LCS leiknum sér í hag og unnu að lokum mikilvægan sigur í baráttunni um að fylgja DWG KIA upp úr riðlinum.
LET'S GO CLOUD9 #C9WIN #MSI2021 pic.twitter.com/a37Y0wsMyo
— LCS (@LCSOfficial) May 11, 2021
Í öðrum leik dagsins mættust DetonatioN FocusMe og Gilette Infinity. DetonatioN FocusMe fór þar með nokkuð öruggan sigur og lyfti sér upp fyrir Cloud9 í annað sæti riðilsins á innbyrgðis viðureignum, en bæði lið með tvo sigra og tvö töp.
DWG KIA og Gillette Infinity mættust svo í þriðja leik dagsins. Leikurinn leit kannski út fyrir að vera nokkuð jafn, en DWG KIA voru þó alltaf skrefinu á undan og unnu að lokum góðan sigur sem gerði út um vonir Gillette Infinity um að komast upp úr riðlinum.
This loss eliminates @InFinitye_sport from #MSI2021 Rumble Stage contention. pic.twitter.com/JtnOxE1Z1K
— LoL Esports (@lolesports) May 11, 2021
Þar næst mættust Cloud9 og DetonatioN FocusMe, en Cloud9 þurfti á sigri að halda til að eiga enn von á að komast í næstu umferð.
Cloud9 byggði hægt og rólega upp gott forskot, og eftir aðeins rúmlega 24 mínútur tryggðu þeir sér sinn fjórða dreka og þar með drekasál. Aðeins sex mínútum síðar var leiknum lokið, og Cloud9 því komnir með forystuna í baráttunni um annað sæti riðilsins.
DetonatioN FocusMe þurftu því á sigri að halda gegn ríkjandi heimsmeisturum, ásamt því að treysta því að Gillette Infinity myndi vinna Cloud9 í lokaleik dagsins til að tryggja sér úrslitaleik gegn Cloud9.
Eins og í fyrri leik liðanna tók DetonatioN FocusMe frá Japan forystuna snemma gegn heimsmeisturunum í DWG KIA. Kóresku risarnir voru fljótir að vinna það forskot upp, og unnu að lokum sannfærandi sigur eftir 28 mínútna leik. DetonatioN FocusMe hafði því lokið keppni á MSI.
After their loss against @DWGKIA, @teamDFM are out of Rumble Stage contention. #MSI2021 pic.twitter.com/Xqo66iTCRu
— LoL Esports (@lolesports) May 11, 2021
Seinasti leikur dagsins var svo viðureign Gillette Infinity og Cloud9. Úrslit riðilsins voru nú þegar ráðin og leikurinn því ekki sá mikilvægasti. Gillette Infinity hefði með sigri jafnað DetonatioN FocusMe í þriðja sæti, en lengra gátu þeir ekki komist.
Cloud9 tók forystuna snemma leiks, jók forskotið jafnt og þétt og vann að lokum öruggan sigur. Þeir unnu því alla þrjá leiki sína í dag og fara því fullir sjálfstrausts inn í næstu umferð.
Fyrr í dag var svo kynnt leikjaniðurröðun fyrir næstu umferð sem hefst á föstudaginn. Hægt er að fylgjast með mótinu á Stöð 2 eSport og hefst útsending klukkan 12:30 næstkomandi föstudag.
The #MSI2021 Rumble Stage Schedule for Day 1! pic.twitter.com/VJC9taKeCW
— LoL Esports (@lolesports) May 11, 2021
Úrslit dagsins
Cloud9 - DWG KIA
DetonatioN FocusMe - Gillette Infinity
DWG KIA - Gillette Infinity
Cloud9 - DetonatioN FocusMe
DetonatioN FocusMe - DWG KIA
Gillette Infinity - Cloud9