Skreytum hús: Orðlausar yfir breytingunni á áfangaheimilinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. maí 2021 08:00 Breytingin á setustöfunni á áfangaheimilinu Brú var ótrúlega vel heppnuð. Skreytum hús Í lokaþættinum af þessari þáttaröð af Skreytum hús, fékk Soffía Dögg Garðarsdóttir tækifæri til þess að leggja góðu verkefni lið og taka í gegn setustofu á áfangaheimili á vegum Samhjálpar. Líkt og í Hlaðgerðarkoti í fyrstu þáttaröðinni, gerði Soffía Dögg nú breytingu á áfangaheimilinu Brú. Markmiðið var að gera sameiginlegt svæði fyrir íbúa, þar sem væri hægt að koma saman og styrkja félagsleg tengsl ásamt því að halda fundi. Soffía Dögg ræddi rýmið við þær Helgu Lind Pálsdóttur félagsfræðing og forstöðukonu í Hlaðgerðarkoti og Ragnheiði B. Svavarsdóttur verkefnastjóra á Brú. „Við erum með sjö fundi þarna í viku, bæði AA fundi og aðra grúppufundi, segir Ragnheiður B. Svavarsdóttir um notkunina á þessari setustofu. Svo er þetta bara félagsrými sem fólk getur hist í.“ Setustofan fyrir breytingarnar.Skreytum hús Áfangaheimilið Brú er búsetuúrræði fyrir fólk sem er að koma úr áfengis- og vímuefnameðferð. Á Brú eru 18 einstaklingsíbúðir þar sem fólk getur búið í allt að tvö ár eftir meðferð. Markmið er veita samfellda þjónustu og styrkja einstaklinginn til virkrar samfélasgþátttöku. „Áfangaheimili er rosalega mikilvægur partur af meðferðinni, því það er eitt að koma í meðferð í þrjá mánuði eins og hjá okkur í Hlaðgerðarkoti, en svo þegar þú kemur út úr meðferðinni þá þarftu að byrja lífið upp á nýtt,“ segir Helga Lind um þetta úrræði. Hún segir að áframhaldandi stuðningur eftir meðferð sé gríðarlega mikilvægur fyrir einstaklinga sem eru að taka fyrstu skrefin út í samfélagið á ný eftir oft löng og erfið neyslutímabil. Setustofan fyrir breytingarnar.Skreytum hús Þær Helga og Ragnheiður sögðu að það þyrfti ekki að vera hægt að elda mat í rýminu svo eldavélin mátti fara, en þær voru spenntar fyrir þeirri hugmynd að fá ísskáp í staðinn. Íbúar eru 18 svo aðalatriðið var að það væri nóg af sætum fyrir alla. Soffía Dögg vildi að rýmið myndi höfða til bæði karla og kvenna, tæki vel á móti fólki og væri kósý. Útkomuna má sjá í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og venjulega mælum við með því að lesendur horfi á þáttinn áður en lesið er áfram. Klippa: Skreytum hús - Áfangaheimilið Brú Nýtt parket, nýjar gardínur, hlýleg motta og fallega gráir veggir gjörbreyttu rýminu. Soffía Dögg fyllti svo rýmið af fallegum húsgögnum og skrautmunum. Setustofan eftir breytingu.Skreytum hús Eldhúsinnréttingin var sprautuð í nýjum lit og borðplötu og hillum bætt við, sem kom virkilega vel út. Innréttingin eftir breytinguna.Skreytum hús Soffía Dögg föndraði líka einstaklega falleg veggljós, sem lesa má nánar um í bloggfærslu á síðunni Skreytum hús. Soffía Dögg föndraði veggljósin og sprautaði þau svo svört.Skreytum hús „Þetta er ótrúlega flott,“ voru fyrstu viðbrögð Ragnheiðar. Hún játaði að breytingin hefði komið sér á óvart. „Ég er bara orðlaus.“ Setustofan er einstaklega hlýleg og falleg eftir breytingarnar.Skreytum hús Helga Lind segir að rýmið sé strax komið í notkun og íbúar áfangaheimilisins búnir að hittast í spila og pitsuveislu. „Þetta var svolítið gott í hjartað.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. Skreytum hús Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Stofan gjörbreytt með ljósu parketi og hvítum gardínum „Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna á stofunni sinni í síðasta þætti af Skreytum hús. 8. maí 2021 12:01 Skreytum hús: „Mér finnst stofan hafa stækkað“ „Mér finnst svo gaman af öllu sem þú ert með uppi á veggjum, sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún heimsótti Valgerði Helgu fyrst. 5. maí 2021 08:01 Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00 Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31 Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Líkt og í Hlaðgerðarkoti í fyrstu þáttaröðinni, gerði Soffía Dögg nú breytingu á áfangaheimilinu Brú. Markmiðið var að gera sameiginlegt svæði fyrir íbúa, þar sem væri hægt að koma saman og styrkja félagsleg tengsl ásamt því að halda fundi. Soffía Dögg ræddi rýmið við þær Helgu Lind Pálsdóttur félagsfræðing og forstöðukonu í Hlaðgerðarkoti og Ragnheiði B. Svavarsdóttur verkefnastjóra á Brú. „Við erum með sjö fundi þarna í viku, bæði AA fundi og aðra grúppufundi, segir Ragnheiður B. Svavarsdóttir um notkunina á þessari setustofu. Svo er þetta bara félagsrými sem fólk getur hist í.“ Setustofan fyrir breytingarnar.Skreytum hús Áfangaheimilið Brú er búsetuúrræði fyrir fólk sem er að koma úr áfengis- og vímuefnameðferð. Á Brú eru 18 einstaklingsíbúðir þar sem fólk getur búið í allt að tvö ár eftir meðferð. Markmið er veita samfellda þjónustu og styrkja einstaklinginn til virkrar samfélasgþátttöku. „Áfangaheimili er rosalega mikilvægur partur af meðferðinni, því það er eitt að koma í meðferð í þrjá mánuði eins og hjá okkur í Hlaðgerðarkoti, en svo þegar þú kemur út úr meðferðinni þá þarftu að byrja lífið upp á nýtt,“ segir Helga Lind um þetta úrræði. Hún segir að áframhaldandi stuðningur eftir meðferð sé gríðarlega mikilvægur fyrir einstaklinga sem eru að taka fyrstu skrefin út í samfélagið á ný eftir oft löng og erfið neyslutímabil. Setustofan fyrir breytingarnar.Skreytum hús Þær Helga og Ragnheiður sögðu að það þyrfti ekki að vera hægt að elda mat í rýminu svo eldavélin mátti fara, en þær voru spenntar fyrir þeirri hugmynd að fá ísskáp í staðinn. Íbúar eru 18 svo aðalatriðið var að það væri nóg af sætum fyrir alla. Soffía Dögg vildi að rýmið myndi höfða til bæði karla og kvenna, tæki vel á móti fólki og væri kósý. Útkomuna má sjá í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og venjulega mælum við með því að lesendur horfi á þáttinn áður en lesið er áfram. Klippa: Skreytum hús - Áfangaheimilið Brú Nýtt parket, nýjar gardínur, hlýleg motta og fallega gráir veggir gjörbreyttu rýminu. Soffía Dögg fyllti svo rýmið af fallegum húsgögnum og skrautmunum. Setustofan eftir breytingu.Skreytum hús Eldhúsinnréttingin var sprautuð í nýjum lit og borðplötu og hillum bætt við, sem kom virkilega vel út. Innréttingin eftir breytinguna.Skreytum hús Soffía Dögg föndraði líka einstaklega falleg veggljós, sem lesa má nánar um í bloggfærslu á síðunni Skreytum hús. Soffía Dögg föndraði veggljósin og sprautaði þau svo svört.Skreytum hús „Þetta er ótrúlega flott,“ voru fyrstu viðbrögð Ragnheiðar. Hún játaði að breytingin hefði komið sér á óvart. „Ég er bara orðlaus.“ Setustofan er einstaklega hlýleg og falleg eftir breytingarnar.Skreytum hús Helga Lind segir að rýmið sé strax komið í notkun og íbúar áfangaheimilisins búnir að hittast í spila og pitsuveislu. „Þetta var svolítið gott í hjartað.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna.
Skreytum hús Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Stofan gjörbreytt með ljósu parketi og hvítum gardínum „Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna á stofunni sinni í síðasta þætti af Skreytum hús. 8. maí 2021 12:01 Skreytum hús: „Mér finnst stofan hafa stækkað“ „Mér finnst svo gaman af öllu sem þú ert með uppi á veggjum, sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún heimsótti Valgerði Helgu fyrst. 5. maí 2021 08:01 Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00 Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31 Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Stofan gjörbreytt með ljósu parketi og hvítum gardínum „Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna á stofunni sinni í síðasta þætti af Skreytum hús. 8. maí 2021 12:01
Skreytum hús: „Mér finnst stofan hafa stækkað“ „Mér finnst svo gaman af öllu sem þú ert með uppi á veggjum, sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún heimsótti Valgerði Helgu fyrst. 5. maí 2021 08:01
Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00
Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31
Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25