Bjarki Már Elísson hefur verið magnaður í liði Lemgo það sem af er tímabili og sögu sömu er að segja af Viggó Kristjánssyni í liði Stuttgart. Þeir voru svo markahæstir í dag er Lemgo vann góðan sex marka sigur, lokatölur 35-29.
Bjarki Már skoraði átta mörk í leiknum á meðan Viggó gerði sex mörk í liði Stuttgart. Bjarki Már hefur skorað 158 mörk í 25 leikjum á tímabilinu á meðan Viggó hefur skorað 187 í 30 leikjum.
Lemgo er sem stendur í 10. sæti með 28 stig á meðan Stuttgart er í 12. sæti með 26 stig.
Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk er Göppingen vann átta marka sigur á Essen, 35-27. Göppingen er í 5. sæti með 37 stig. Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk er Bergischer tapaði nokkuð óvænt gegn Ludwigshafen á útivelli í dag, lokatölur 28-22. Bergischer er í 9. sæti með 29 stig.
Þá skoraði Arnar Freyr Arnarsson fyrir Melsungen er lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, gerðu 30-30 jafntefli við Minden á útivelli. Melsungen er í 8. sæti með 30 stig.