Karen Briem er með færari búningahönnuðum hér á landi og var hún til að mynda búningahönnuður íslenska hópsins í Eurovision 2019 þegar Hatari tók þátt í Tel Aviv. Mbl.is greinir fyrst frá.
Hugleikur birti á dögunum færslu á Instagram þar sem hann óskaði Karen til hamingju með afmælið og sagðist elska hana.

Karen Briem mætti í Júrógarðinn í Tel Aviv árið 2019 og má sjá þáttinn í heild sinni en með henni í viðtalinu var Andri Hrafn Unnarsson sem var með henni í búningateyminu.