Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dansparið sýnir Paso Doble í þýska skemmtiþættinum en Rúrik og Renata tóku nokkur slík spor í danseinvígi við Simon Zachenhuber og Patricija Belousova í síðustu viku.
Dómarinn Joachim Llambi sagði áður en hann gaf þeim sín tíu stig að Rúrik hafi farið mikið fram milli vikna og að erfitt væri að bera saman frammistöðuna sem væri nú í allt öðrum gæðaflokki.
Horfa má á dansatriði Rúriks og Renata á vef sjónvarpstöðvarinnar RTL.