Dagurinn byrjaði á leik Pentanet.GG og RNG. Pentanet.GG eru án sigurs líkt og Cloud9, og því erfitt verkefni að mæta taplausum RNG.
Pentanet.GGgerði þó betur en flestir áttu von á og gáfu RNG ágætis leik. RNG voru þó alltaf skrefinu á undan og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð.
Heimsmeistararnir í DWG KIA mættu Cloud9 í öðrum leik dagsins. DWG KIA hefur gert það nokkuð oft á þessu móti að lenda eftir á snemma leiks, en snúa leiknum svo við þegar í kringum 20 mínútur eru búnar.
Það var nákvæmlega það sem gerðist í dag. Hægt og bítandi unni DWG KIA forskot Cloud9 upp og kláruðu leikinn eftir rúmar 34 mínútur.
.@DWGKIA beat @Cloud9 and improve to 2-1! #MSI2021 pic.twitter.com/Gw7xyjsuao
— LoL Esports (@lolesports) May 15, 2021
Í þriðja leik dagsins mættust MAD Lions og RNG. bæði lið voru taplaus í milliriðlinum og því var barist um toppsæti riðilsins.
Leikurinn var nokkuð rólegur og augljóst að hvorugt liðið ætlaði að tapa þessum leik. RNG náðu þó yfirhöndinni frekar snemma og juku forskot sitt jafnt og þétt.
MAD Lions gerðu hvað þeir gátu til að snúa leiknum sér í hag, en þegar kínversku risarnir ná svona forystu er nánast ómögulegt að vinna þá. RNG tryggði sér því toppsæti riðilsins.
.@RNGRoyal take down @MADLions_LoLEN and stay undefeated at #MSI2021! pic.twitter.com/ApF72ni2Cy
— LoL Esports (@lolesports) May 15, 2021
Cloud9 þurfti svo á sigri að halda gegn PSG Talon ef brekkan ætti ekki að verða of brött fyrir næstu daga milliriðilsins.
Leikurinn leit vel út fyrir Cloud9, en eins og í fyrri leik þeirra í dag snérist blaðið við þegar um 20 mínútur voru búnar af leiknum. PSG Talon lét sitt forskot ekki af hendi og tryggðu sér sinn annan sigur í milliriðlinum.
Cloud9 er hinsvegar með fjögur töp í sínum fjórum leikjum, og þurfa að koma sér almennilega í gang fyrir seinustu sex leiki milliriðilsins.
DWG KIA lenti svo ekki í neinum vandræðum með Pentanet.GG í næst seinasta leik dagsins. Pentanet.GG er enn án sigurs, líkt og Cloud9.
Í seinasta leik dagsins mættust MAD Lions og PSG Talon þar sem barist var um annað sæti riðilsins. Leikurinn var jafn og spennandi, og það var ekki fyrr en eftir tæpan hálftíma sem MAD Lions náðu góðu forskoti.
Þeir juku það forksot enn frekar og unnu að lokum góðan sigur eftir 36 mínútur af æsispennandi League of Legends.
The #MSI2021 Rumble Stage Standings after Day 2! pic.twitter.com/M7vHYw9LNv
— LoL Esports (@lolesports) May 15, 2021
Sex leikir eru á dagskrá á morgun og hægt er að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport sem hefst klukkan 12:30
Úrslit dagsins
Pentanet.GG - RNG
DWG KIA - Cloud9
MAD Lions - RNG
Cloud9 - PSG Talon
Pentanet.GG - DWG KIA
MAD Lions - PSG Talon