Elsti Íslandsmeistari sögunnar: Snóker var forboðin íþrótt Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2021 20:01 Gunnar Hreiðarsson verður 52 ára gamall í ágúst sem gerir hann að elsta Íslandsmeistara sögunnar í snóker. aðsend Gunnar Hreiðarsson er elsti Íslandsmeistari í Snóker frá upphafi en hann sigraði Jón Inga Ægisson frá Keflavík í úrslitaleik um síðustu helgi. Vinsældir Snóker-íþróttarinnar hafa verið sveiflukenndar í gegnum tíðina. Og reyndar var það svo þegar Gunnar var að feta sín fyrstu spor í snóker hafði íþróttin á sér nokkuð slæmt orð. „Ég verð 52 í ágúst. Háaldraður maðurinn. Ég hef verið að fikta í þessu í fjörutíu ár, byrjaði 12 ára þannig að það er kominn smá tími hjá mér. Ég byrjaði í þessu í félagsheimilunum, Fellahelli í Breiðholti og rambaði aðeins inná Klöppina, sem ég hafði ekki aldur til að vera á. Hékk í sjoppunni og sá inn,“ segir Gunnar og er þá að tala um hina sögufrægu Billiardsstofu á Klapparstíg. Snókerinn hafði á sér vafasamt orð Á Klöppinni sá hinn hrifnæmi og áhugasami ungi drengur úr Breiðholtinu þjóðþekkta menn á borð við Eggert Þorleifs leikara, Dóra Braga blúshund og Gústa rót leika listir sínar. Gunnar kampakátur með bikara eftir að hafa sigrað á Íslandsmótinu í Snóker um síðustu helgi.aðsend „Rosalega gaman an sjá þessa kláru kalla. Og mest spennandi var að fá ekki að fara inn en fékk samt að sjá,“ segir Gunnar. En fyrir framan stofuna, í einskonar fordyri var rekin sjoppa sem bæði þjónaði þeim sem komu inn og þeim sem fyrir innan voru. En Gunnar hafði aðgang að snókerborði í Fellahelli og svo opnaði Júnóís í Skipholti sem var mjög vinsæll staður. „Aftur var maður ekki með aldur en fékk að læðast inn og sjá.“ En á þeim tíma hafði snókerinn ekki mjög gott orð á sér og taldist af broddborgurum landsins vera spillt atferli sem tengdist reykingum, drykkju og fjárhættuspili. „Já, það var þannig. Smá vínandi í kringum þetta. Það vildi enginn hafa unga fólkið í kringum þetta; svo lestirnir smituðust ekki yfir í það.“ En fljótlega upp úr þessu varð viðhorfsbreytingin, tíðarandinn breyttist. „Það náðist að vinna sig í gegnum það þegar ég er að verða 16 ára. Þá voru komnar ýmsar stofur og uppúr því voru mót haldin þar sem mikil þátttaka var. Kannski um 50 til 70 manns í þessu. Þá var þetta alvöru íþrótt. Sem svo vatt uppá sig, þegar nýr hópur kom inn sem urðu virkilega góður og keppnishæfir. Þetta fór úr því að vera illræmt yfir í „betra“ sport. Vinsælla og viðurkenndara. Ekki var leyfð drykkja og þá varð þetta að íþrótt. Þetta er flott íþrótt og flott sjónvarpsefni. Mjög vinsælt sem slíkt.“ Gömlu skarfarnir þéttir fyrir á fleti Síðan hafa vinsældirnar gengið upp og niður og má segja að snókerinn sé í lægð núna. Snookerstofurnar eru bara tvær í Reykjavík núna og Gunnari er kunnugt um eina í Eyjum. Þá er það upp talið. Gunnar segir að hann hafi ekki tölu á hversu margar þær voru þegar best lét, örugglega vel á 3. tug á sínum tíma. Að sögn Gunnars vantar að vekja áhugann. Hann segir að nú séu margir gamlir jaxlar í þessu og Íslandsmótið að þessu sinni hafi samanstaðið af þátttakendum sem eru meira og minna 35 ára og eldri. Margir eru 50 ára og eldri. Gunnar tekur við bikarnum í lok móts en það er formaður Billiard- og snókersambands Íslands, Pálmi Einarsson sem afhendir Gunnari bikarinn góða.aðsend „Það hefur ekki verið mikil endurnýjun í þessu að undanförnu. Reyndar, það sem er að gerast núna er mjög spennandi. Sumir skólar hafa verið með val um íþróttir og er snóker þar inní. Boðið er upp á snókerkennslu. En það er svolítið þannig að unga fólkið vill helst koma inn og vinna allt strax en við kallarnir erum margir býsna góðir í þessu.“ Eins og áður sagði lék Gunnar úrslitaleik við Jón Inga Ægisson úr Keflavík. „Þetta var skemmtileg viðureign ekki síst vegna þess að tveimur vikum áður spiluðum við líka til úrslita í aldurshópnum fjörutíu ára og eldri. Hann rústaði mér þar, vann mig fimm eitt og labbaði yfir mig. En þetta voru þó spennandi rammar hver um sig. Svo lagði ég hann, 9 – 5 í Íslandsmótinu. Mjög spennandi.“ Hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi Gunnar er einnig snjall kylfingur og á sumrin er hann á golfi nánast alla daga. Hann segist ekki vera fjölskyldumaður. Enda fer mikill tími í þetta. „Nei, maður er einn í rólegheitalífinu og nýtur sín. Eins og er, allaveganna.“ Gunnar er skæður með kjuðann og kylfurnar. Hann segir að þeir sem yngri eru vilji koma og vinna allt strax en það er hægara sagt en gert því þeir eldri séu þar fastir fyrir.aðsend Gunnar hætti að vinna fyrir alllöngu síðan, hann er með tauga- og æðasjúkdóm sem skerðir hreyfigetuna og tilfinningu; hann hefur litla tilfinningu í fótleggjum og fingrum. „Ekki hentugt fyrir mig en þetta er bara svo gaman,“ segir Gunnar sem gengst við því spurður að hann sé hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi. Þetta er líf hans og yndi og hann ver öllum sínum tíma í þetta tvennt. „Mér finnst rosalega gaman að þessu. Ég hef unnið mikið af titlum í snókernum, níu eða tíu Íslandsmeistaratitla í bland; í tvíliða og eldri aldurshópum. Ég var Íslandsmeistari í 40 ára og eldri fjögur ár í röð. Og ég hef sigrað tvíliðamót fjórum sinnum á síðasta áratug með þremur mismundandi aðilum. Þetta er ofboðslega gaman.“ Snóker Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vinsældir Snóker-íþróttarinnar hafa verið sveiflukenndar í gegnum tíðina. Og reyndar var það svo þegar Gunnar var að feta sín fyrstu spor í snóker hafði íþróttin á sér nokkuð slæmt orð. „Ég verð 52 í ágúst. Háaldraður maðurinn. Ég hef verið að fikta í þessu í fjörutíu ár, byrjaði 12 ára þannig að það er kominn smá tími hjá mér. Ég byrjaði í þessu í félagsheimilunum, Fellahelli í Breiðholti og rambaði aðeins inná Klöppina, sem ég hafði ekki aldur til að vera á. Hékk í sjoppunni og sá inn,“ segir Gunnar og er þá að tala um hina sögufrægu Billiardsstofu á Klapparstíg. Snókerinn hafði á sér vafasamt orð Á Klöppinni sá hinn hrifnæmi og áhugasami ungi drengur úr Breiðholtinu þjóðþekkta menn á borð við Eggert Þorleifs leikara, Dóra Braga blúshund og Gústa rót leika listir sínar. Gunnar kampakátur með bikara eftir að hafa sigrað á Íslandsmótinu í Snóker um síðustu helgi.aðsend „Rosalega gaman an sjá þessa kláru kalla. Og mest spennandi var að fá ekki að fara inn en fékk samt að sjá,“ segir Gunnar. En fyrir framan stofuna, í einskonar fordyri var rekin sjoppa sem bæði þjónaði þeim sem komu inn og þeim sem fyrir innan voru. En Gunnar hafði aðgang að snókerborði í Fellahelli og svo opnaði Júnóís í Skipholti sem var mjög vinsæll staður. „Aftur var maður ekki með aldur en fékk að læðast inn og sjá.“ En á þeim tíma hafði snókerinn ekki mjög gott orð á sér og taldist af broddborgurum landsins vera spillt atferli sem tengdist reykingum, drykkju og fjárhættuspili. „Já, það var þannig. Smá vínandi í kringum þetta. Það vildi enginn hafa unga fólkið í kringum þetta; svo lestirnir smituðust ekki yfir í það.“ En fljótlega upp úr þessu varð viðhorfsbreytingin, tíðarandinn breyttist. „Það náðist að vinna sig í gegnum það þegar ég er að verða 16 ára. Þá voru komnar ýmsar stofur og uppúr því voru mót haldin þar sem mikil þátttaka var. Kannski um 50 til 70 manns í þessu. Þá var þetta alvöru íþrótt. Sem svo vatt uppá sig, þegar nýr hópur kom inn sem urðu virkilega góður og keppnishæfir. Þetta fór úr því að vera illræmt yfir í „betra“ sport. Vinsælla og viðurkenndara. Ekki var leyfð drykkja og þá varð þetta að íþrótt. Þetta er flott íþrótt og flott sjónvarpsefni. Mjög vinsælt sem slíkt.“ Gömlu skarfarnir þéttir fyrir á fleti Síðan hafa vinsældirnar gengið upp og niður og má segja að snókerinn sé í lægð núna. Snookerstofurnar eru bara tvær í Reykjavík núna og Gunnari er kunnugt um eina í Eyjum. Þá er það upp talið. Gunnar segir að hann hafi ekki tölu á hversu margar þær voru þegar best lét, örugglega vel á 3. tug á sínum tíma. Að sögn Gunnars vantar að vekja áhugann. Hann segir að nú séu margir gamlir jaxlar í þessu og Íslandsmótið að þessu sinni hafi samanstaðið af þátttakendum sem eru meira og minna 35 ára og eldri. Margir eru 50 ára og eldri. Gunnar tekur við bikarnum í lok móts en það er formaður Billiard- og snókersambands Íslands, Pálmi Einarsson sem afhendir Gunnari bikarinn góða.aðsend „Það hefur ekki verið mikil endurnýjun í þessu að undanförnu. Reyndar, það sem er að gerast núna er mjög spennandi. Sumir skólar hafa verið með val um íþróttir og er snóker þar inní. Boðið er upp á snókerkennslu. En það er svolítið þannig að unga fólkið vill helst koma inn og vinna allt strax en við kallarnir erum margir býsna góðir í þessu.“ Eins og áður sagði lék Gunnar úrslitaleik við Jón Inga Ægisson úr Keflavík. „Þetta var skemmtileg viðureign ekki síst vegna þess að tveimur vikum áður spiluðum við líka til úrslita í aldurshópnum fjörutíu ára og eldri. Hann rústaði mér þar, vann mig fimm eitt og labbaði yfir mig. En þetta voru þó spennandi rammar hver um sig. Svo lagði ég hann, 9 – 5 í Íslandsmótinu. Mjög spennandi.“ Hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi Gunnar er einnig snjall kylfingur og á sumrin er hann á golfi nánast alla daga. Hann segist ekki vera fjölskyldumaður. Enda fer mikill tími í þetta. „Nei, maður er einn í rólegheitalífinu og nýtur sín. Eins og er, allaveganna.“ Gunnar er skæður með kjuðann og kylfurnar. Hann segir að þeir sem yngri eru vilji koma og vinna allt strax en það er hægara sagt en gert því þeir eldri séu þar fastir fyrir.aðsend Gunnar hætti að vinna fyrir alllöngu síðan, hann er með tauga- og æðasjúkdóm sem skerðir hreyfigetuna og tilfinningu; hann hefur litla tilfinningu í fótleggjum og fingrum. „Ekki hentugt fyrir mig en þetta er bara svo gaman,“ segir Gunnar sem gengst við því spurður að hann sé hálfgerður atvinnumaður í snóker og golfi. Þetta er líf hans og yndi og hann ver öllum sínum tíma í þetta tvennt. „Mér finnst rosalega gaman að þessu. Ég hef unnið mikið af titlum í snókernum, níu eða tíu Íslandsmeistaratitla í bland; í tvíliða og eldri aldurshópum. Ég var Íslandsmeistari í 40 ára og eldri fjögur ár í röð. Og ég hef sigrað tvíliðamót fjórum sinnum á síðasta áratug með þremur mismundandi aðilum. Þetta er ofboðslega gaman.“
Snóker Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent