Forvali fyrir bíl ársins lokið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. maí 2021 07:00 Frá prófunardegi BÍBB árið 2019. Vísir/KÁG Forvalsnefnd BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) hefur lokið forvali á bíl ársins. Listi yfir þá bíla sem komust í úrslit er í fréttinni. Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri. Bíll ársins Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri.
Bíll ársins Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent