Fyrsti leikur liðanna var nokkuð jafn framan af. DWG KIA náðu loks góðu forskoti eftir um 15 mínútna leik. Þeir nýttu sér þetta forskot til hins ýtrasta og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur og komu sér í 1-0.
.@DWGKIA take the lead in the series! #MSI2021 pic.twitter.com/dQK25UCxHG
— LoL Esports (@lolesports) May 22, 2021
Næstu tveir leikir voru mun meira spennandi en sá fyrsti. Annar leikur einvígisins byrjaði með látum og eftir aðeins fimm mínútur voru DWG KIA komnir með ágætis forksot.
Liðsmenn MAD Lions gerðu vel og voru fljótir að vinna upp forskot andstæðinga sinna. Eftir 15 mínútna leik var MAD Lions komið með forystuna.
MAD Lions héldu forskoti sínu vel, en þegar 26 mínútur voru liðnar virtist sem DWG KIA myndi snúa leiknum sér í hag með því að taka Baron. Carzzy, sem spilar ADC fyrir MAD Lions, kom sínum mönnum þá til bjargar þegar hann stal Baron á ótrúlegan hátt.
MAD Lions héldu út og unnu að lokum mikilvægan sigur og staðan því orðin 1-1.
CARZZY STEALS THE BARON! #MSI2021 pic.twitter.com/BiBNFI5HrC
— LoL Esports (@lolesports) May 22, 2021
Þriðji leikur liðanna var ekki síður spennandi en sá annar. Mikið jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum, en þegar um 13 mínútur voru liðnar tóku MAD Lions forystuna.
DWG KIA voru þó aldrei langt undan og átta mínútum seinna voru þeir búnir að snúa taflinu sér í hag. Það varði þó ekki lengi og enn ein sveiflan skilaði MAD Lions forystunni enn á ný.
Í þetta skipti héldu MAD Lions forystunni og unnu að lokum annan leikinn í röð eftir tæpar 35 mínútur af League of Legends. Staðan orðin 2-1 og MAD Lions því bara einum sigri frá úrslitaleiknum.
MATCH POINT for @MADLions_LoLEN! #MSI2021 pic.twitter.com/TvLSPxDwHN
— LoL Esports (@lolesports) May 22, 2021
Heimsmeistararnir í DWG KIA voru komnir með bakið upp við vegg og settu í fluggírinn í fjórða leik.
Þegar DWG KIA setur í fluggírinn þá er aðeins ein möguleg niðurstaða. Kóresku heimsmeistararnir tóku snemma afgerandi forystu og gjörsamlega gengu frá MAD Lions og jöfnuðu þar með metin í 2-2.
SILVER SCRAPES INCOMING:@DWGKIA crush @MADLions_LoLEN in Game 4! #MSI2021 pic.twitter.com/tTwT2KMtm3
— LoL Esports (@lolesports) May 22, 2021
Það þurfti því oddaleik til að skera úr um hvort liðið myndi mæta RNG í úrslitum MSI á morgun.
DWG KIA voru augljóslega ekki í stuði fyrir neitt grín og oddaleikurinn var ekki ósvipaður fjórða leik liðanna.
Kóresku meistararnir tóku forystuna snemma og héldu henni út leikinn. Sigur þeirra í oddaleiknum var kannski ekki alveg jafn afgerandi og í leiknum á undan, en þeir gáfu MAD Lions aldrei möguleika í seinustu tveim leikjum dagsins.
WELCOME TO THE #MSI2021 FINAL, @DWGKIA! pic.twitter.com/9GPwykh1C2
— LoL Esports (@lolesports) May 22, 2021
DWG KIA mætir RNG í úrslitaviðureigninni á morgun, en hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:30.