„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 13:10 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Heimir og Sigurður hafa safnað áheitum fyrir félagið með ferð sinni á Everest. Samsett Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig. „Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til. Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til.
Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23
Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46
Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07