Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Jakob Bjarnar skrifar 25. maí 2021 11:52 Helgi Pétursson segir freistnivanda vissulega til staðar en hann skilur þó ekki hvernig það gerðist að stjórnmálamenn sem skrifa fjármálaáætlanir árlega geri hreinlega og sjálfkrafa ráð fyrir 45 milljarða framlagi frá eldri borgurum. vísir/vilhelm/aðsend Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. Þetta kom fram í viðtali sem Bítis-menn áttu við Helga Pétursson en hann er að taka við sem formaður Félags eldri borgara. Vitnað var til nýlegrar skýrslu þeirra Stefáns Ólafsson og Stefáns Vagns Stefánssonar um kjör lífeyrisþega. Að af hverjum 50 þúsund krónum sem einhleypir lífeyrisþegar fá aukalega úr lífeyrissjóði renna aðeins 13.370 þúsund krónur til lífeyrisþegans en 36.600 þúsund krónur til ríkisins. Helgi segir þetta ekki nýja umræðu en kröftugri núna. Ný kynslóð eftirlaunafólks sé nú að koma inn í kerfið, gríðarlega fjölmenn og upplýst – menn ætla ekkert að láta bjóða sér hvað sem er, að sögn Helga. Sex þúsund milljarðar í lífeyrissjóðakerfinu „Grái herinn og Landsamband eldri borgara og félögin hafa margsinnis reynt að vekja athygli á þessari þróun. Sem er sérstaklega hættuleg lífeyrissjóðakerfinu sjálfu. Sem við hælum okkur af og er eitt öflugasta lífeyriskerfi sem um getur. Við þessi litla þjóð eigum sex þúsund milljarða inni í þessu lífeyrissjóðakerfi. Gríðarleg baktrygging. Og þarna liggur einhver freisting. Þetta eru orðnir svo gríðarlegir peningar og menn gengið á lagið. Samþykkt á Alþingi og ekki við starfsfólk tryggingastofnunar að sakast. Þetta eru stjórnmálamennirnir, klárt, sem bera ábyrgð á þessu. Þeir hafa sagt í bréfum til kjósenda að þetta séu óréttlátar skerðingar en þeir hafa ekkert farið eftir því.“ Spurður hvort það hafi verið lítt að marka þau orð og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi svikið eldri borgara segir Helgi þá vera reynslu þeirra. „Bjarni sendi frá sér þetta fræga bréf fyrir kosningarnar 2013, þar sem hann sagði að þetta er eitt það fyrsta sem við gerum; taka þetta af, enda afskaplega óréttlátt og má ekki líðast. Svo gerðist bara ekki neitt.“ Helgi segir kannski skiljanlegt að stjórnmálamenn vilji hanga á þessu sem hundar á roði. En nú sé, samkvæmt skýrslunni, komin tala á hvað um ræðir: „Þetta eru 45 milljarðar á ári sem teknir eru af þessum hópi. Af ríkinu.“ Margir eldri borgarar með tekjur undir lágmarkslaunum Verðandi formaður Félags eldri borgara segir þetta enga smá summu. „Og maður furðar sig á að þeir sem setja saman ríkisreikning og áætlanir fyrir ríkisbúskapinn skuli vera farnir að treysta á að þeir geti tekið þessa fjárhæð af fólki og haft það inni í reikningum.“ Fram hefur komið að lágtekjuvandi eldri borgara er verulegur, milli 25 til 50 prósent þess hóps nær vart endum saman og er vandinn mun meiri hjá lífeyrisþegum sem starfað hafa að mestu leyti á almennum markaði en hjá opinberum starfsmönnum. Helgi segir að laun margra slefi ekki einu sinni upp í lagmarkslaun og það sé gersamlega óboðlegt. Gangi þessar skerðingar til baka þá verði ríkið ekki af þeim fjármunum heldur skili þeir sér til ríkisins aftur með einum eða öðrum hætti, í gegnum skattkerfið. Helgi segir að eldri borgurum sé nóg boðið, um er að ræða stóran hóp og glapræði hjá stjórnmálamönnum að láta þetta reka á reiðanum, í aðdraganda kosninga. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23. maí 2021 13:03 Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 18. apríl 2021 09:01 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem Bítis-menn áttu við Helga Pétursson en hann er að taka við sem formaður Félags eldri borgara. Vitnað var til nýlegrar skýrslu þeirra Stefáns Ólafsson og Stefáns Vagns Stefánssonar um kjör lífeyrisþega. Að af hverjum 50 þúsund krónum sem einhleypir lífeyrisþegar fá aukalega úr lífeyrissjóði renna aðeins 13.370 þúsund krónur til lífeyrisþegans en 36.600 þúsund krónur til ríkisins. Helgi segir þetta ekki nýja umræðu en kröftugri núna. Ný kynslóð eftirlaunafólks sé nú að koma inn í kerfið, gríðarlega fjölmenn og upplýst – menn ætla ekkert að láta bjóða sér hvað sem er, að sögn Helga. Sex þúsund milljarðar í lífeyrissjóðakerfinu „Grái herinn og Landsamband eldri borgara og félögin hafa margsinnis reynt að vekja athygli á þessari þróun. Sem er sérstaklega hættuleg lífeyrissjóðakerfinu sjálfu. Sem við hælum okkur af og er eitt öflugasta lífeyriskerfi sem um getur. Við þessi litla þjóð eigum sex þúsund milljarða inni í þessu lífeyrissjóðakerfi. Gríðarleg baktrygging. Og þarna liggur einhver freisting. Þetta eru orðnir svo gríðarlegir peningar og menn gengið á lagið. Samþykkt á Alþingi og ekki við starfsfólk tryggingastofnunar að sakast. Þetta eru stjórnmálamennirnir, klárt, sem bera ábyrgð á þessu. Þeir hafa sagt í bréfum til kjósenda að þetta séu óréttlátar skerðingar en þeir hafa ekkert farið eftir því.“ Spurður hvort það hafi verið lítt að marka þau orð og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi svikið eldri borgara segir Helgi þá vera reynslu þeirra. „Bjarni sendi frá sér þetta fræga bréf fyrir kosningarnar 2013, þar sem hann sagði að þetta er eitt það fyrsta sem við gerum; taka þetta af, enda afskaplega óréttlátt og má ekki líðast. Svo gerðist bara ekki neitt.“ Helgi segir kannski skiljanlegt að stjórnmálamenn vilji hanga á þessu sem hundar á roði. En nú sé, samkvæmt skýrslunni, komin tala á hvað um ræðir: „Þetta eru 45 milljarðar á ári sem teknir eru af þessum hópi. Af ríkinu.“ Margir eldri borgarar með tekjur undir lágmarkslaunum Verðandi formaður Félags eldri borgara segir þetta enga smá summu. „Og maður furðar sig á að þeir sem setja saman ríkisreikning og áætlanir fyrir ríkisbúskapinn skuli vera farnir að treysta á að þeir geti tekið þessa fjárhæð af fólki og haft það inni í reikningum.“ Fram hefur komið að lágtekjuvandi eldri borgara er verulegur, milli 25 til 50 prósent þess hóps nær vart endum saman og er vandinn mun meiri hjá lífeyrisþegum sem starfað hafa að mestu leyti á almennum markaði en hjá opinberum starfsmönnum. Helgi segir að laun margra slefi ekki einu sinni upp í lagmarkslaun og það sé gersamlega óboðlegt. Gangi þessar skerðingar til baka þá verði ríkið ekki af þeim fjármunum heldur skili þeir sér til ríkisins aftur með einum eða öðrum hætti, í gegnum skattkerfið. Helgi segir að eldri borgurum sé nóg boðið, um er að ræða stóran hóp og glapræði hjá stjórnmálamönnum að láta þetta reka á reiðanum, í aðdraganda kosninga.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23. maí 2021 13:03 Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 18. apríl 2021 09:01 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23. maí 2021 13:03
Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 18. apríl 2021 09:01