Flestir hafa kosið að vera grímulausir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2021 12:12 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir afnám grímuskyldunnar létti fyrir starfsfólk. Vísir/Egill Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01
Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44