Nýtt lúxushótel með 35 ára reynslu „rétt hjá útlöndum“ Hótel Keflavík 26. maí 2021 16:28 Hótel Keflavík hefur farið í gegnum endurbætur undanfarin ár. Vísir mælir með Hótel Keflavík þar sem lúxusupplifun bíður gesta. Andi Great Gatsby og lúxuslíf New York borgar á þriðja áratugnum svífur yfir vötnum á Hótel Keflavík. Þau Steinþór Jónsson og kona hans Hildur Sigurðardóttir, eigendur hótelsins eru höfðingjar heim að sækja og ekkert er til sparað svo upplifun gesta verði sem best. Þau hafa enda tekið á móti stórstjörnum frá Hollywood og heimsfrægu tónlistarfólki í gegnum árin sem gist hafa í Demants svítunum svokölluðu sem eru upp á fimm stjörnur. Hótelið er í alla staði glæsilegt en hjónin hafa tekið það allt í gegn. Hótelið hefur verið tekið glæsilega í gegn. „Við höfum skipt um hverja einustu flís, hita- og rafmagnslagnir, öryggis- og bókunarkerfi á aðeins 6 árum. Stærstu framkvæmdirnar frá upphafi voru unnar á síðustu 16 mánuðum. Það sem stendur upp úr eftir Covid er í dag algjörlega nýtt og glæsilegt hótel en þó með langa sögu,“ segir Steinþór en hann ásamt foreldrum sínum Jóni William Magnússyni og Unni Ingunni Steinþórsdóttur opnaði Hótel Keflavík þann 17. maí árið 1986 og fagnar því 35 ára starfsafmæli þessa dagana. Þau hjónin Steinþór og Hildur hafa rekið hótel samfleytt lengur hér á landi en nokkur annar og alltaf á sömu kennitölunni. „Við erum ennþá ung og hlökkum til næstu 35 ára.” segja þau bæði hlæjandi. Þau Steinþjór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir reka hótelið ásamt dætrum sínum. Hótel Keflavík var fyrsta hótelið á svæðinu og byggt á grunni Ofnasmiðju Suðurnesja sem foreldrar Steinþórs stofnuðu árið 1972. Þann 17. maí fyrir fimm árum opnuðu Steinþór og Hildur síðan glæsilega fimm stjörnu lúxushæð á efstu hæð hótelsins, Diamond Suites, fyrsta fimm stjörnu hótel landsins. Þá hefur almennt rými og umhverfi hótelsins tekið gagngerum breytingum á síðustu mánuðum og verið að leggja lokahönd á síðustu herbergin svo sami gæðastimpillinn verður allsráðandi á hótelinu. „Það stóð til að ljúka síðustu herbergjum nú í vor en með óvænti nýtingu hótelgesta hefur það tafist aðeins en er í fullri vinnslu og klárast fljótlega.” segir Steinþór en þau hjónin héldu hótelinu opnu í gegnum samkomutakmarkanir samhliða framkvæmdunum. Demantssvíturnar á efstu hæð hótelsins eru búnar þægindum og dekrað við gesti. „Öll þessi uppbygging er líf og yndi okkar beggja. Þegar viðbætist þakklæti, smá hól og hvatning, sérstaklega þessa mánuðina frá bæjarbúum, gefur það okkur mikið. Við erum stolt af því að vera eina hótelið á svæðinu sem hefur verið opið allan tímann í Covid,“ segja þau og þakka samheldni fjölskyldunnar að hafa ekki þurft að loka. „Fjórar dætur okkar hafa alltaf staðið þétt með okkur og tvær þeirra starfa á hótelinu. Lilja Karen er aðstoðarhótelstjóri og Unnur María móttökustjóri. Þær hafa erft dugnaðargen afa síns og ömmu og sýndu skilning og ábyrgð þegar allur sólarhringurinn og allt var undir. Við hefðum ekki komist eins vel í gegnum þetta tímabil án lykilstarfsmanna og dætra okkar,” segja hótelstjórahjónin og bæta við brosandi að til skoðunar sé að taka Jón Gunnar, aðstoðarhótelstjóra formlega inn í hótelfjölskylduna. „Að hafa einstakling eins og hann, samheldna fjölskyldu og aðra góða starfsmenn á svona tímum er ómetanlegt. Sókn er besta vörnin en daginn sem fyrirtæki hætta uppbyggingu er uppgjöf á næsta leiti. Við erum þegar með nýjar hugmyndir um stækkun og spennandi upplifun í gangi hjá okkur og það ætti ekki að koma neinum sem þekkja okkur á óvart.“ Hildur og Steinþór ásamt dætrunum. Upplifunarfyrirtæki, leikhús, lifandi tónlist og skemmtilegar uppákomur Hótel Keflavík er ekki bara lúxus gististaður sem býður glæsilegar veitingar í sjö mismundi lúxussölum, fundarherbergi, ráðstefnusali og fallegt útisvæði, heldur er það einnig upplifunarfyrirtæki með spennandi menningarstefnu. Framundan er samstarf við Leikfélag Keflavíkur um sérstakar leiksýningar á hótelinu þar sem gestir geta notið veitinga á meðan. Þá verður leik- og myndlist áberandi í dagskrá hótelsins sem og tónlistaviðburðir, upplestur rithöfunda, vínsmökkun og fleira. Andi Great Gatsby svífur yfir vötnum. „Við sjáum fyrir okkur að Hótel Keflavík verði menningarsetur þar sem við höfum lifandi tónlist, jazz tónleika, götuleikhús bæði innan og utandyra og myndlist," segir Hildur. „KEF restaurant hefur þegar náð miklum vinsældum og er án efa lang mest sótti veitingastaðurinn á svæðinu en fyrir utan fallegt og fjölbreytt umhverfi má þakka þessa velgengni meistarakokkunum okkar Óla Erlingssyni og Bruno Birins sem og frábærum þjónum okkar.“ Nálægð við flugvöllinn góð en bæjarlífið mikilvægt fyrir stemmninguna „Sú upplifun sem við höfum skapað á Hótel Keflavík er öðruvísi og hefði aldrei gengið alveg við Keflavíkurflugvöll sjálfan enda eru bæjarbúar grunnurinn af stemmingunni hjá okkur. Við hjónin veljum sjálf alltaf upplifunarhótel í nálægð við flugvelli í viðskiptaferðum okkar erlendis, en ekki stöðluð flugvallarhótel, og svo miðbæjarhótel með góðum veitingastað þegar við erum að njóta. Hótel Keflavík mætir báðum þessum þörfum og gott betur,“ segir Steinþór Fjölskylduhótel með eldgos í bakgarðinum Þá er staðsetningin á Reykjanesi einstök þar sem saman spila einstakt landslag, norðurljósin, sjórinn og nú virkt eldgos sem sést frá svölum hótelsins. „Við höfum auglýst fyrir Íslendinga sem „Hótel Keflavík, rétt hjá útlöndum“ en markaðssetjum okkur nú fyrir erlenda gesti sem „Hótelið við eldgosið“ eða Hotel Keflavik by the Volcano. Við bjóðum góð fjölskyldu tilboð og margar stærðir af fjölskylduherbergjum auk veitinga fyrir alla aldurshópa. Reykjanesið er einnig hrein undraveröld fyrir börn á öllum aldri,“ segir Steinþór. „Hvar annars staðar er hægt að skoða Víkingaskip og heyra sögu fyrstu landnemanna, upplifa alvöru eldgos, baða sig í bláu lóni, fara í nýja sundlaug daglega í öllum bæjum svæðisins, heimsækja Skessuhelli og hitta alvöru skessu, ganga yfir Brú milli heimsálfa, sjá nýtt hraun, sjá gamalt hraun, fallegan mosa, sjá 60 gráðu heita vatnsmikla á renna til sjávar, horfa á stórkostlega kletta Reykjaness og yfir á Eldey sem er stærsta súlubyggð í heimi, hlaupa um svartar sandstrendur, skoða tugi ljósavita og fjölbreyttar kirkjur allt að 200 ára gamlar og svo margt fleira.“ Velgengni byggir á langri sögu Steinþór segir fæsta gera sér grein fyrir hve mikil vinna liggi á bakvið velgengni hótelrekstursins. Hann hafi lært vinnusemi strax á unga aldri. „Foreldrar mínir töldu aldrei eftir sér að vinna langan vinnudag og sögðu að vinnan ætti að vera skemmtileg og uppbyggjandi. Dagleg hvatning og jákvæðni þeirra gaf manni kraft til að takast á við krefjandi verkefni og þegar á móti blæs hugsa ég um þau hvatningarorð og held áfram,“ segir Steinþór. Foreldrar hans hafi einnig kennt honum að fara vel með peninga. Steinþór ásamt foreldrum sínum þegar hótelið var stofnað árið 1986. Myndin birtist í Morgunblaðinu. „Lántaka var alltaf í lámarki hjá okkur feðgum og arðgreiðslur voru í formi uppbyggingar. Þannig vil ég hafa það áfram. Í niðursveiflum komum við inn með eigið fé og þegar uppgangur var þá framkvæmum við. Okkar viðskiptabanki hefur alltaf staðið við bakið á okkur enda er það ekki okkar stíl að leita til þeirra fyrr en við höfum gert okkar besta. Þetta sjónarmið tel ég grundvöll velgengni. Alltof margir fjárfestar leita af skyndigróða og koma aldrei með eigið fé þegar á reynir og algengt að fyrirtæki eru sett á markað áður en fyrstu tekjurnar eru komnar í hús. Mitt fyrsta símtal í Covid til bankastjórans var reyndar ekki til að fá lán heldur til að fá hraðbanka á hótelið. Það er gott að vita af beinhörðum peningum í hraðbankanum þegar á reynir,“ segir Steinþór skellihlæjandi og er þar með rokinn þar sem skylda hótelstjórans kallar. Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi í skemmtilegum leik Farðu inn á facebooksíðuna Lífið á Vísi til að taka þátt í skemmtilegum leik með Hótel Keflavík og taggaðu þann vin sem þú vilt bjóða með þér. Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi á Hótel Keflavík í eina nótt ásamt morgunverðarhlaðborði, fordrykk á Diamond Lounge & Bar og þriggja rétta ævintýraferð kokksins á KEF Restaurant. Innifalið er aðgangur að 640fm líkamsræktarstöð okkar og geymsla á bíl meðan dvalið er erlendis og akstur upp á flugvöll ef þess er óskað. Til að komast í pottinn þarf að líka við Hótel Keflavík á facebook Notalegur arineldur í setustofunni. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Andi Great Gatsby og lúxuslíf New York borgar á þriðja áratugnum svífur yfir vötnum á Hótel Keflavík. Þau Steinþór Jónsson og kona hans Hildur Sigurðardóttir, eigendur hótelsins eru höfðingjar heim að sækja og ekkert er til sparað svo upplifun gesta verði sem best. Þau hafa enda tekið á móti stórstjörnum frá Hollywood og heimsfrægu tónlistarfólki í gegnum árin sem gist hafa í Demants svítunum svokölluðu sem eru upp á fimm stjörnur. Hótelið er í alla staði glæsilegt en hjónin hafa tekið það allt í gegn. Hótelið hefur verið tekið glæsilega í gegn. „Við höfum skipt um hverja einustu flís, hita- og rafmagnslagnir, öryggis- og bókunarkerfi á aðeins 6 árum. Stærstu framkvæmdirnar frá upphafi voru unnar á síðustu 16 mánuðum. Það sem stendur upp úr eftir Covid er í dag algjörlega nýtt og glæsilegt hótel en þó með langa sögu,“ segir Steinþór en hann ásamt foreldrum sínum Jóni William Magnússyni og Unni Ingunni Steinþórsdóttur opnaði Hótel Keflavík þann 17. maí árið 1986 og fagnar því 35 ára starfsafmæli þessa dagana. Þau hjónin Steinþór og Hildur hafa rekið hótel samfleytt lengur hér á landi en nokkur annar og alltaf á sömu kennitölunni. „Við erum ennþá ung og hlökkum til næstu 35 ára.” segja þau bæði hlæjandi. Þau Steinþjór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir reka hótelið ásamt dætrum sínum. Hótel Keflavík var fyrsta hótelið á svæðinu og byggt á grunni Ofnasmiðju Suðurnesja sem foreldrar Steinþórs stofnuðu árið 1972. Þann 17. maí fyrir fimm árum opnuðu Steinþór og Hildur síðan glæsilega fimm stjörnu lúxushæð á efstu hæð hótelsins, Diamond Suites, fyrsta fimm stjörnu hótel landsins. Þá hefur almennt rými og umhverfi hótelsins tekið gagngerum breytingum á síðustu mánuðum og verið að leggja lokahönd á síðustu herbergin svo sami gæðastimpillinn verður allsráðandi á hótelinu. „Það stóð til að ljúka síðustu herbergjum nú í vor en með óvænti nýtingu hótelgesta hefur það tafist aðeins en er í fullri vinnslu og klárast fljótlega.” segir Steinþór en þau hjónin héldu hótelinu opnu í gegnum samkomutakmarkanir samhliða framkvæmdunum. Demantssvíturnar á efstu hæð hótelsins eru búnar þægindum og dekrað við gesti. „Öll þessi uppbygging er líf og yndi okkar beggja. Þegar viðbætist þakklæti, smá hól og hvatning, sérstaklega þessa mánuðina frá bæjarbúum, gefur það okkur mikið. Við erum stolt af því að vera eina hótelið á svæðinu sem hefur verið opið allan tímann í Covid,“ segja þau og þakka samheldni fjölskyldunnar að hafa ekki þurft að loka. „Fjórar dætur okkar hafa alltaf staðið þétt með okkur og tvær þeirra starfa á hótelinu. Lilja Karen er aðstoðarhótelstjóri og Unnur María móttökustjóri. Þær hafa erft dugnaðargen afa síns og ömmu og sýndu skilning og ábyrgð þegar allur sólarhringurinn og allt var undir. Við hefðum ekki komist eins vel í gegnum þetta tímabil án lykilstarfsmanna og dætra okkar,” segja hótelstjórahjónin og bæta við brosandi að til skoðunar sé að taka Jón Gunnar, aðstoðarhótelstjóra formlega inn í hótelfjölskylduna. „Að hafa einstakling eins og hann, samheldna fjölskyldu og aðra góða starfsmenn á svona tímum er ómetanlegt. Sókn er besta vörnin en daginn sem fyrirtæki hætta uppbyggingu er uppgjöf á næsta leiti. Við erum þegar með nýjar hugmyndir um stækkun og spennandi upplifun í gangi hjá okkur og það ætti ekki að koma neinum sem þekkja okkur á óvart.“ Hildur og Steinþór ásamt dætrunum. Upplifunarfyrirtæki, leikhús, lifandi tónlist og skemmtilegar uppákomur Hótel Keflavík er ekki bara lúxus gististaður sem býður glæsilegar veitingar í sjö mismundi lúxussölum, fundarherbergi, ráðstefnusali og fallegt útisvæði, heldur er það einnig upplifunarfyrirtæki með spennandi menningarstefnu. Framundan er samstarf við Leikfélag Keflavíkur um sérstakar leiksýningar á hótelinu þar sem gestir geta notið veitinga á meðan. Þá verður leik- og myndlist áberandi í dagskrá hótelsins sem og tónlistaviðburðir, upplestur rithöfunda, vínsmökkun og fleira. Andi Great Gatsby svífur yfir vötnum. „Við sjáum fyrir okkur að Hótel Keflavík verði menningarsetur þar sem við höfum lifandi tónlist, jazz tónleika, götuleikhús bæði innan og utandyra og myndlist," segir Hildur. „KEF restaurant hefur þegar náð miklum vinsældum og er án efa lang mest sótti veitingastaðurinn á svæðinu en fyrir utan fallegt og fjölbreytt umhverfi má þakka þessa velgengni meistarakokkunum okkar Óla Erlingssyni og Bruno Birins sem og frábærum þjónum okkar.“ Nálægð við flugvöllinn góð en bæjarlífið mikilvægt fyrir stemmninguna „Sú upplifun sem við höfum skapað á Hótel Keflavík er öðruvísi og hefði aldrei gengið alveg við Keflavíkurflugvöll sjálfan enda eru bæjarbúar grunnurinn af stemmingunni hjá okkur. Við hjónin veljum sjálf alltaf upplifunarhótel í nálægð við flugvelli í viðskiptaferðum okkar erlendis, en ekki stöðluð flugvallarhótel, og svo miðbæjarhótel með góðum veitingastað þegar við erum að njóta. Hótel Keflavík mætir báðum þessum þörfum og gott betur,“ segir Steinþór Fjölskylduhótel með eldgos í bakgarðinum Þá er staðsetningin á Reykjanesi einstök þar sem saman spila einstakt landslag, norðurljósin, sjórinn og nú virkt eldgos sem sést frá svölum hótelsins. „Við höfum auglýst fyrir Íslendinga sem „Hótel Keflavík, rétt hjá útlöndum“ en markaðssetjum okkur nú fyrir erlenda gesti sem „Hótelið við eldgosið“ eða Hotel Keflavik by the Volcano. Við bjóðum góð fjölskyldu tilboð og margar stærðir af fjölskylduherbergjum auk veitinga fyrir alla aldurshópa. Reykjanesið er einnig hrein undraveröld fyrir börn á öllum aldri,“ segir Steinþór. „Hvar annars staðar er hægt að skoða Víkingaskip og heyra sögu fyrstu landnemanna, upplifa alvöru eldgos, baða sig í bláu lóni, fara í nýja sundlaug daglega í öllum bæjum svæðisins, heimsækja Skessuhelli og hitta alvöru skessu, ganga yfir Brú milli heimsálfa, sjá nýtt hraun, sjá gamalt hraun, fallegan mosa, sjá 60 gráðu heita vatnsmikla á renna til sjávar, horfa á stórkostlega kletta Reykjaness og yfir á Eldey sem er stærsta súlubyggð í heimi, hlaupa um svartar sandstrendur, skoða tugi ljósavita og fjölbreyttar kirkjur allt að 200 ára gamlar og svo margt fleira.“ Velgengni byggir á langri sögu Steinþór segir fæsta gera sér grein fyrir hve mikil vinna liggi á bakvið velgengni hótelrekstursins. Hann hafi lært vinnusemi strax á unga aldri. „Foreldrar mínir töldu aldrei eftir sér að vinna langan vinnudag og sögðu að vinnan ætti að vera skemmtileg og uppbyggjandi. Dagleg hvatning og jákvæðni þeirra gaf manni kraft til að takast á við krefjandi verkefni og þegar á móti blæs hugsa ég um þau hvatningarorð og held áfram,“ segir Steinþór. Foreldrar hans hafi einnig kennt honum að fara vel með peninga. Steinþór ásamt foreldrum sínum þegar hótelið var stofnað árið 1986. Myndin birtist í Morgunblaðinu. „Lántaka var alltaf í lámarki hjá okkur feðgum og arðgreiðslur voru í formi uppbyggingar. Þannig vil ég hafa það áfram. Í niðursveiflum komum við inn með eigið fé og þegar uppgangur var þá framkvæmum við. Okkar viðskiptabanki hefur alltaf staðið við bakið á okkur enda er það ekki okkar stíl að leita til þeirra fyrr en við höfum gert okkar besta. Þetta sjónarmið tel ég grundvöll velgengni. Alltof margir fjárfestar leita af skyndigróða og koma aldrei með eigið fé þegar á reynir og algengt að fyrirtæki eru sett á markað áður en fyrstu tekjurnar eru komnar í hús. Mitt fyrsta símtal í Covid til bankastjórans var reyndar ekki til að fá lán heldur til að fá hraðbanka á hótelið. Það er gott að vita af beinhörðum peningum í hraðbankanum þegar á reynir,“ segir Steinþór skellihlæjandi og er þar með rokinn þar sem skylda hótelstjórans kallar. Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi í skemmtilegum leik Farðu inn á facebooksíðuna Lífið á Vísi til að taka þátt í skemmtilegum leik með Hótel Keflavík og taggaðu þann vin sem þú vilt bjóða með þér. Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi á Hótel Keflavík í eina nótt ásamt morgunverðarhlaðborði, fordrykk á Diamond Lounge & Bar og þriggja rétta ævintýraferð kokksins á KEF Restaurant. Innifalið er aðgangur að 640fm líkamsræktarstöð okkar og geymsla á bíl meðan dvalið er erlendis og akstur upp á flugvöll ef þess er óskað. Til að komast í pottinn þarf að líka við Hótel Keflavík á facebook Notalegur arineldur í setustofunni.
Farðu inn á facebooksíðuna Lífið á Vísi til að taka þátt í skemmtilegum leik með Hótel Keflavík og taggaðu þann vin sem þú vilt bjóða með þér. Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi á Hótel Keflavík í eina nótt ásamt morgunverðarhlaðborði, fordrykk á Diamond Lounge & Bar og þriggja rétta ævintýraferð kokksins á KEF Restaurant. Innifalið er aðgangur að 640fm líkamsræktarstöð okkar og geymsla á bíl meðan dvalið er erlendis og akstur upp á flugvöll ef þess er óskað. Til að komast í pottinn þarf að líka við Hótel Keflavík á facebook
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira