„Í rauninni hrynur heimurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2021 10:31 Anna Lilja og Anna Sigga hafa báðar gengið í gegnum það að missa maka. Þær eru bestu vinkonur, báðar tveggja barna mæður, eru 31 árs og búa í næstu götu frá hvor annarri. Þær hafa einnig gengið í gegnum þá sáru lífsreynslu að missa maka með nokkurra ára millibili. Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira