Veiðin á hálendinu rólega að vakna Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2021 10:08 Jóhann Axel Thorarensen með væna bleikju úr Köldukvísl KL Það hefur verið lítið að frétta af hálendisveiðinni í þessum mánuði þrátt fyrir að nokkur svæði séu opin. Það bíða samt flestir spenntir eftir því að stóru nöfnin fari að hleypa veiðimönnum að bakkanum en þar má nefna Arnarvatnsheiðina, Veiðivötn og Skagaheiði. Líklega eru Veiðivötnin það svæði sem togar flesta að sér en það eru engu að síður fleiri svæði sem minna fer fyrir og má þar nefna Blöndukvíslar, Norðlingafljót, Sporðöldulón, Kvíslaveitur, Þorisvatn, Fellendavatn og Köldukvísl. Flott bleikja úr Köldukvísl Kaldakvísl er ansi vatnslítil þetta vorið en þrátt fyrir kulda síðustu daga og vikur er bleikjan mætt á svæðið. Þarna má finna vænar bleikjur en algeng stærð er 2-3 pund en inn á milli má sjá bleikjur sem eru mun stærri. Það er ekkert óalgengt að sjá bleikjur sem ná 70 sm og eru þykkar eftir því. Það sem vantar til að koma veiðinni í Köldukvísl vel af stað eru smá hlýindi til að koma flugunni í gang en það væri líka vel þegið að fá rigningu en það eru víst flestir veiðimenn að biðja um úrhelli á suður og vesturlandi þessa dagana til að árnar verði ekki vatnslitlar í sumar. Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði
Það bíða samt flestir spenntir eftir því að stóru nöfnin fari að hleypa veiðimönnum að bakkanum en þar má nefna Arnarvatnsheiðina, Veiðivötn og Skagaheiði. Líklega eru Veiðivötnin það svæði sem togar flesta að sér en það eru engu að síður fleiri svæði sem minna fer fyrir og má þar nefna Blöndukvíslar, Norðlingafljót, Sporðöldulón, Kvíslaveitur, Þorisvatn, Fellendavatn og Köldukvísl. Flott bleikja úr Köldukvísl Kaldakvísl er ansi vatnslítil þetta vorið en þrátt fyrir kulda síðustu daga og vikur er bleikjan mætt á svæðið. Þarna má finna vænar bleikjur en algeng stærð er 2-3 pund en inn á milli má sjá bleikjur sem eru mun stærri. Það er ekkert óalgengt að sjá bleikjur sem ná 70 sm og eru þykkar eftir því. Það sem vantar til að koma veiðinni í Köldukvísl vel af stað eru smá hlýindi til að koma flugunni í gang en það væri líka vel þegið að fá rigningu en það eru víst flestir veiðimenn að biðja um úrhelli á suður og vesturlandi þessa dagana til að árnar verði ekki vatnslitlar í sumar.
Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði