Veiðin á hálendinu rólega að vakna Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2021 10:08 Jóhann Axel Thorarensen með væna bleikju úr Köldukvísl KL Það hefur verið lítið að frétta af hálendisveiðinni í þessum mánuði þrátt fyrir að nokkur svæði séu opin. Það bíða samt flestir spenntir eftir því að stóru nöfnin fari að hleypa veiðimönnum að bakkanum en þar má nefna Arnarvatnsheiðina, Veiðivötn og Skagaheiði. Líklega eru Veiðivötnin það svæði sem togar flesta að sér en það eru engu að síður fleiri svæði sem minna fer fyrir og má þar nefna Blöndukvíslar, Norðlingafljót, Sporðöldulón, Kvíslaveitur, Þorisvatn, Fellendavatn og Köldukvísl. Flott bleikja úr Köldukvísl Kaldakvísl er ansi vatnslítil þetta vorið en þrátt fyrir kulda síðustu daga og vikur er bleikjan mætt á svæðið. Þarna má finna vænar bleikjur en algeng stærð er 2-3 pund en inn á milli má sjá bleikjur sem eru mun stærri. Það er ekkert óalgengt að sjá bleikjur sem ná 70 sm og eru þykkar eftir því. Það sem vantar til að koma veiðinni í Köldukvísl vel af stað eru smá hlýindi til að koma flugunni í gang en það væri líka vel þegið að fá rigningu en það eru víst flestir veiðimenn að biðja um úrhelli á suður og vesturlandi þessa dagana til að árnar verði ekki vatnslitlar í sumar. Stangveiði Mest lesið Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Veiðivötn mun betri en á sama tíma í fyrra Veiði
Það bíða samt flestir spenntir eftir því að stóru nöfnin fari að hleypa veiðimönnum að bakkanum en þar má nefna Arnarvatnsheiðina, Veiðivötn og Skagaheiði. Líklega eru Veiðivötnin það svæði sem togar flesta að sér en það eru engu að síður fleiri svæði sem minna fer fyrir og má þar nefna Blöndukvíslar, Norðlingafljót, Sporðöldulón, Kvíslaveitur, Þorisvatn, Fellendavatn og Köldukvísl. Flott bleikja úr Köldukvísl Kaldakvísl er ansi vatnslítil þetta vorið en þrátt fyrir kulda síðustu daga og vikur er bleikjan mætt á svæðið. Þarna má finna vænar bleikjur en algeng stærð er 2-3 pund en inn á milli má sjá bleikjur sem eru mun stærri. Það er ekkert óalgengt að sjá bleikjur sem ná 70 sm og eru þykkar eftir því. Það sem vantar til að koma veiðinni í Köldukvísl vel af stað eru smá hlýindi til að koma flugunni í gang en það væri líka vel þegið að fá rigningu en það eru víst flestir veiðimenn að biðja um úrhelli á suður og vesturlandi þessa dagana til að árnar verði ekki vatnslitlar í sumar.
Stangveiði Mest lesið Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Veiðivötn mun betri en á sama tíma í fyrra Veiði