Þörf á 30 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 18:50 Þörf er á 3000 íbúðum á ári til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Byggja þarf um 30 þúsund nýjar íbúðir á næsta áratug til að anna húsnæðisþörf í landinu. Metár var í byggingu íbúða í fyrra en þrátt fyrir það hefur húsnæðisþörfin aukist. Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira