Álfadís hefur kastað tuttugu folöldum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2021 20:03 Álfadís með eigendum sínum, þeim Olil Amble og Bergi Jónssyni í Syðri Gegnishólum með folaldið sitt, sem er það tuttugasta sem hún kastar. Ekki er komið nafn á folaldið, sem er skjóttur hestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Álfadís er engin venjuleg hryssa því hún var að kasta sínu tuttugasta folaldi. Mörg af folöldum hennar hafa náð frábærum árangri á sínum ferli, meðal annars stóðhesturinn Álfaklettur, sem er hæst dæmdi kynbóta hestur í heimi. Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira