„Ég er auðvitað bara ánægður með sigurinn að hann væri svona stór. Þetta er gott veganesti fyrir seinni leikinn á Ásvöllum. Mér fannst við bara vera tilbúnir í leikinn, vörnin var mjög góð og markvarslan góð. Við fundum oft mjög góð færi en mér fannst við kannski smá klaufalegir í hraðaupphlaupunum, við vorum of mikið að kasta boltanum frá okkur en þegar við hittum á rétta spennustigið þá vorum við bara sterkir.“
Stefán Rafn Sigurmannsson fékk rautt spjal á 35. mínútu eftir að hafa fengið þrisvar sinnum tvær mínútur.
„Það var eitt rautt spjald fyrir þrisvar sinnum tvær mínútur, ég þarf í raun að sjá þetta aftur til þess að sjá hvort þetta sé rétt metið eða hvað. En það var auðvitað bara verið að berjast og leggja mikið í þetta og berjast fyrir hverjum bolta.“
Seinni leikurinn verður spilaður á Ásvöllum næstkomandi fimmtudag, 3. júní. Þrátt fyrir að Haukar séu með tíu marka forystu þá verður ekkert gefið eftir.
„Við ætlum okkur bara að vinna í næsta leik. Við þurfum bara að mæta af krafti í leikinn og spila hann af krafti.“