Sólmyrkvi sjáanlegur á öllu landinu í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2021 08:01 Deildarmyrkvi sem varð á sólu 21. ágúst 2017. Myrkvinn sem verður 10. júní verður sá stærsti frá þeim stóra í mars 2015. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu sést alls staðar á Íslandi ef veður leyfir að morgni fimmtudagsins 10. júní. Þegar mest lætur hylur tunglið 69% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð. Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38 Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38
Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira