Fyrsti laxinn komin á land úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2021 11:06 Ingvar Svendsen með fyrsta lax sumarsins úr Norðurá Norðurá opnaði fyrir veiði í morgun og loksins eftir góðar rigningar var áinn í góðu vatni og það leið ekki á löngu þangað til fyrsti laxinn var kominn á land. Það er frábært veiðiveður við Norðurá í dag og það þurfti ekki langan tíma til að setja í fyrsta laxinn en hann tók á Stokkhylsbrotinu klukkan hálf níu í morgun og agnið sem var undir var Rauður Frances cone en hún þykir afskaplega góð við þessi skilyrði til að leita að laxi. Ingvar Svendsen tók þennan fyrsta lax en það var 82 sm hængur. Fyrsti laxinn í Borgarfirði veiddist annars í gærmorgun við Skugga en það er neðsta svæðið við ósa Grímsár. Þar sáust fleiri laxar og eins hafa sést laxar í Grímsá sjálfri. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum í Norðurá og eins þeim opnunum sem eru framundan en Blanda opnar á morgun og það er víst að unnendur hennar bíða spenntir eftir fréttum af Blöndubökkum. Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði
Það er frábært veiðiveður við Norðurá í dag og það þurfti ekki langan tíma til að setja í fyrsta laxinn en hann tók á Stokkhylsbrotinu klukkan hálf níu í morgun og agnið sem var undir var Rauður Frances cone en hún þykir afskaplega góð við þessi skilyrði til að leita að laxi. Ingvar Svendsen tók þennan fyrsta lax en það var 82 sm hængur. Fyrsti laxinn í Borgarfirði veiddist annars í gærmorgun við Skugga en það er neðsta svæðið við ósa Grímsár. Þar sáust fleiri laxar og eins hafa sést laxar í Grímsá sjálfri. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum í Norðurá og eins þeim opnunum sem eru framundan en Blanda opnar á morgun og það er víst að unnendur hennar bíða spenntir eftir fréttum af Blöndubökkum.
Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði