Vagínuvald Jóhannesar Þórs og Guðrúnar Drafnar talar beint inn í MeToo Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 18:41 Framkvæmdastjóri og lektor koma saman til að ögra fólki og vekja það til umhugsunar. vísir/Vagina Power Gjörningahópurinn Vagínuvald, eða Vagina Power, segir sýningu sína á Skólavörðustíg tala beint inn í #MeToo-byltinguna. Sýningunni er ætlað að vekja fólk af dvala og fá það til að taka þátt í umræðunni. Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar. MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Meðlimir hópsins eru tveir, hvorugur lærður listamaður og hér í nokkuð óhefðbundnu hlutverki; Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Stöð 2 leit við á opnun sýningarinnar Light Your Fires síðasta föstudag en hún er haldin í Skúmaskoti, sal á Skólavörðustíg 21a, og stendur fram yfir næstu helgi. Konur eiga að vera háværar „Þetta er í rauninni sýning sem að gengur út á það að ögra viðteknum normum í samfélaginu eins og svo mikið af list gerir. Við erum með femínískar rætur á bak við þetta og erum í raun ekki að prómótera ákveðin skilaboð heldur að reyna að búa til upplifun fyrir áhorfandann sem hann getur tekið úr sín hughrif,“ sagði Jóhannes Þór. Guðrún Dröfn segir nafn hópsins tekið af veggjakroti sem hún sá inni á þýsku kvennaklósetti. Sýningin á að tala inn í #MeToo-byltinguna. „Konur eiga að vera háværar. Konur eiga að vera nákvæmlega eins og þær vilja vera; þær eiga að vera grófar og reiðar og háværar og að krefjast meira,“ segir Guðrún Dröfn. Og Jóhannes Þór tekur undir þetta: „Eitt af vandamálunum við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarin ár er að karlmenn eru ekki að taka þátt í femínískri umræðu. Við þurfum öll að taka þátt í svona réttindabaráttu. Það er ekki nóg að sitja bara og bíða eftir að allt gerist.“ Femínískt raf-pönk Á sýningunni er gestum boðið að setjast að borði og „upplifa hið fallega, rotna, frábrugðna, örmagna og óskipulagða.“ Hópurinn Vagínuvald skilgreinir sig sem íslenskan raf-pönk gjörningahóp sem framleiðir vídeóverk, hljóðverk, örljóð og ljósmyndir. Verkin eru meðal annars byggð á kenningum femínísma og nota óþægilegt myndefni tekið á hversdagslegum stöðum, einhæfa raftónlist, umhverfishljóð og gróft málfar.
MeToo Jafnréttismál Myndlist Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira