„Þessi slagari sló í gegn á sínum tíma,“ segir Jóhann Örn Ólafsson um lagið. „Ég held að það hafi verið konan hans Ívars Guðmundssonar, dagskrárstjóra Bylgjunnar, sem fékk þá hugmynd að það væri gaman að rífa þetta lag upp úr gullkistunni.“
Fjallað var um lagið í þættinum Ísland í dag. Sindri ræddi þar við fólkið á bak við afmælislagið, leit við í upptökuverinu og leit aðeins í gullkistu Bylgjunnar. Lagið var svo spilað í heild sinni í lok þáttar og má sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
„Við höfum gert þetta áður, fyrir tíu árum hentum við í frábært íslenskt lag sem heitir Ég er á leiðinni. Við fengum allar stjörnurnar með okkur núna, segir Ívar um afmælislagið.“
Vignir Snær sá um upptökur á laginu. Söngvararnir sem tóku þátt í verkefninu voru Jón Jónsson, Regína Ósk, Helgi Björns, Bubbi Morthens, Frikki Dór, Sigga Beinteins, Regína Ósk, Elísabet Ormslev og Jóhanna Guðrún.
Það þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að sannfæra þennan hóp um að taka þátt, enda öll fengið mikla spilun og umfjöllun á sínum ferli.