Stjörnu-Sævar dúsir í bólusetningu í miðjum sólmyrkva Snorri Másson skrifar 7. júní 2021 16:55 Stjörnu-Sævar fær Janssen á fimmtudaginn, karl fæddur 1984. Vísir Sævar Helgi Bragason var í dag boðaður í bólusetningu á fimmtudaginn, sem kann að reynast óheppilegur dagur fyrir stjörnufræðing til að fara í bólusetningu. Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021 Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021
Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira