Yfirbyggt borð og bekkir og gróðurpottar, allt á þaki bílskúrsins. Vala Matt fór og skoðaði þessar snilldar lausnir og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós. Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
„Eldstæði og heillandi heimur á svæði sem venjulega nýtist ekkert en hér stækkar það húsið og allt gert alveg einstaklega smekklega.“
Þegar hjónin fluttu heim frá Kaupmannahöfn langaði þau að hafa útisvæði við húsið sitt en þar sem þau voru með lítinn garð ákváðu þau að útbúa fallegt svæði ofan á bílskúrnum.
„Það var ekkert hér nema þakpappi,“ útskýrir Solla. Þau létu smíða pall og grindverk og svo fóru þau að gera svæðið fallegt. Pallurinn var bæsaður grár og Solla segir að þetta sé örlítið eins og framlenging af heimilinu, þar sem mikið er um gráa tóna.
„Maður getur líka alveg haft svolítið fallegt í kringum sig úti.“