Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2021 08:55 Flottar bleikjur úr Hraunsfirði Tommi Skúla Hraunsfjörður opnar snemma á hverju vori en besti tíminn þar er aftur á móti frá byrjun júní og vel inn í haustið. Hraunsfjörður er mikið uppáhald margra veiðimanna enda er vatnið oft mjög gjöfult og í því er væn bleikja. Við höfum verið að fá fréttir af mönnum sem hafa farið þangað síðustu daga og hefur veiðin verið hin fínasta. Ein og ein smábleikja kemur með á fluguna en uppistaðan er væn og falleg 2-3 punda bleikja. Veiðin er mest frá miðju vatni og að hrauni og virðist sama á hvorum bakkanum menn eru að veiða, það virðist vera fiskur um allt. Það er ekki óalgengt að heyra af veiði uppá 5-10 bleikjur yfir part úr degi en það skal þó ekki skilja það þannig að þetta sé auðvelt. Þeir sem þekkja vatnið geta veitt vel en það getur tekið nokkurn tíma að læra vel á það en það á svo sem við um flest öll vötn þar sem bleikju er að finna. Stangveiði Mest lesið Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði
Hraunsfjörður er mikið uppáhald margra veiðimanna enda er vatnið oft mjög gjöfult og í því er væn bleikja. Við höfum verið að fá fréttir af mönnum sem hafa farið þangað síðustu daga og hefur veiðin verið hin fínasta. Ein og ein smábleikja kemur með á fluguna en uppistaðan er væn og falleg 2-3 punda bleikja. Veiðin er mest frá miðju vatni og að hrauni og virðist sama á hvorum bakkanum menn eru að veiða, það virðist vera fiskur um allt. Það er ekki óalgengt að heyra af veiði uppá 5-10 bleikjur yfir part úr degi en það skal þó ekki skilja það þannig að þetta sé auðvelt. Þeir sem þekkja vatnið geta veitt vel en það getur tekið nokkurn tíma að læra vel á það en það á svo sem við um flest öll vötn þar sem bleikju er að finna.
Stangveiði Mest lesið Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði