Finnst vanta rödd ungs fjölskyldufólks á Alþingi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 12:01 Guðbjörg Oddný setur fjölskyldumálin í forgang í kosningunum en hún er sjálf þriggja barna móðir. „Það hefur verið draumur minn frá því að ég var lítil að verða alþingismaður,“ segir Hafnfirðingurinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. „Ég hef alltaf haft svo mikinn metnað fyrir samfélaginu og langað að vinna að því að gera það betra.“ Guðbjörg Oddný sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Ég brenn fyrir því að gera lífið einfaldara fyrir fjölskyldur á Íslandi. Ég vil vera rödd fjölskyldunnar á Alþingi og tala hennar máli þegar verið er að skapa Ísland til framtíðar. Ég vil nútímavæða menntakerfið, endurskipuleggja dagvistunarkerfið þannig og stytta vinnudag barna svo ég taki nokkur dæmi. Ég vil einnig horfa á öll mál út frá hagsmunum fjölskyldunnar því að flest mál snerta hana.“ Yngsti frambjóðandinn á lista Hún fór fyrst í framboð fyrir þremur árum þegar hún bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir Bæjarstjórarnarkosningarnar. „Þar náði ég góðum árangri og lenti í sjötta sæti og var eini nýliðinn sem náði í gegn. Við fengum fimm bæjarfulltrúa kjörna og hef ég því verið fyrsti varabæjarfulltrúi síðan og setið bæði í fjölskylduráði og fræðsluráði. Ég hef einnig verið formaður menningar- og ferðamálanefndar á þessu kjörtímabili og haft frumkvæði af því að efla mennignarstarf í bænum og gera bæinn bæði skemmtilegri til að búa í og heimsækja. Ég hef haft mjög gaman af því að vinna fyrir Hafnarfjörð og það er einstaklega skemmtilegt að sjá góð verkefni verða að veruleika.“ Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Guðbjörg Oddný segir að hún hafi alltaf haft miklar skoðanir og þörf til að bæta sitt nærumhverfi. „Ég ákvað síðan að taka stökkið lengra og bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Suðvestukjördæmi því ég brenn fyrir því að gera Ísland betra fyrir fjölskyldur og börn. Ég vil taka þátt í því að móta landið okkar til framtíðar og vera fulltrúi minnar kynslóðar á Alþingi. Ég er yngsti frambjóðandinn í þessu prófkjöri og mér finnst skipta máli að listinn okkar sé fjölbreyttur.“ Hið opinbera á ekki að flækja lífið Prófkjörið hófst í gær og lýkur á laugardag. Fjölskyldumálin eru aðaláhersluatriði Guðbjargar, sem sjálf er þriggja barna móðir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samfélaginu og að vinna að góðum málum. Eftir að ég eignaðist börnin þá fór ég sjálfkrafa að láta málefni barna og fjölskyldna mig varða því það snertir mig beint. Ég var ekki viss hvort ég ætti að láta slag standa núna eða bíða en kviknaði eldur í brjósti mínu þegar að verið var að ræða fæðingarorlofsfrumvarpið á Alþingi síðasta haust. Þar átti að skerða frelsi foreldra til að ákveða hvernig þau ættu að haga fæðingarorlofinu og mér fannst mjög slæmt að verið væri að taka frelsið af foreldrum til að ráða því hvernig þau haga fyrsta árinu í lífi barnsins. Ég fór að skoða þetta, talaði við fullt af fólki og skrifaði greinar. Mér fannst ótækt að frumvarpið myndi standa svona. Það breyttist sem betur fer í umræðum í nefndinni og kom tilbaka til samþykktar á Alþingi með auknu frelsi foreldra til að ákveða. Ég fann þarna að mig vantaði rödd inn á Alþingi – rödd foreldra sem eru akkúrat núna að ala upp börnin, koma sér upp starfsvettvangi og gera allt í einu. Það er mikið álag á fjöskyldum í dag og sérstaklega á foreldrum ungra barna. Hið opinbera á ekki að flækja lífið eða skerða frelsi fjölskyldna til að ráða sínu lífi. Ég vil tala máli fjölskyldunnar og minnar kynslóðar og taka þátt í því að móta Ísland til framtíðar þannig að það verði ennþá besta landið til að ala upp börnin okkar. Ég brenn fyrir þessum málum og ég vil að við finnum í sameiningu bestu leiðina að því takmarki. Öll mál eru fjölskyldumál því að fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins.“ Guðbjörg Oddný á síðustu meðgöngu. Henni ofbauð umræðurnar um fæðingarorlof á Alþingi. Auðvelt að gleyma sér Guðbjörg Oddný er gift Gísla Má Gíslasyni og þau eiga þrjú börn, Gabríelu Björgu sex ára, Gísla Grím þriggja ára og Garpur Jónas eins árs. „Við eignuðumst sem sagt þrjú börn á fimm árum. Það hefur verið mikið fjör og einnig líka krefjandi. Það sem mér finnst það besta við að vera mamma er að vera með þeim, það er bara allt best við það. Það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim vaxa og þroskast. Börnin eru með svo hreina og fallega hugsun á lífinu og kenna mér svo margt,“ segir Guðbjörg Oddný um móðurhlutverkið. „Mér finnst erfiðast að finna tíma til að rækta sjálfan mig og sinna mér. Það hefur tekið mig tíma að átta mig á því að ég þarf að setja mig í fyrsta sæti svo ég geti verið góð mamma og gert allt annað líka. Það er svo auðvelt að gleyma sér í moðurhlutverkinu þegar að börnin eru svona lítil. Mér finnst stundum líka erfitt að finna taktinn og reyna að gera allt, en svo hef ég lært að maður getur aldrei gert allt og það er allt í lagi.“ Guðbjörg Oddný ásamt börnum sínum. Þau heita Gabríela Björg, Gísli Grímur og Garpur Jónas. Hún segir að ýmislegt mætti vera betra fyrir fjölskyldufólk hér á landi. „Það þarf að tryggja börnum dagvistun eftir tólf mánaða fæðingarorlof. Það þarf að vera húsnæði í boði fyrir fjölskyldur sem hentar þeim bæði til að stækka og minnka við sig. Það þarf að einfalda líf fjölskyldna og láta þjónustuna snúast um þeirra þarfir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tólf frambjóðendur keppa um sex sæti í Kraganum Tólf frambjóðendur sækjast eftir að skipa sex efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hófst síðdegis í dag og lýkur á laugardag. 10. júní 2021 19:27 Tólf í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæmi formannsins Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar rann út í dag og verða tólf manns í framboði. Prófkjörið fer fram dagana 10.-12. júní. 25. maí 2021 21:01 Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar. 16. maí 2021 14:17 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Ég hef alltaf haft svo mikinn metnað fyrir samfélaginu og langað að vinna að því að gera það betra.“ Guðbjörg Oddný sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Ég brenn fyrir því að gera lífið einfaldara fyrir fjölskyldur á Íslandi. Ég vil vera rödd fjölskyldunnar á Alþingi og tala hennar máli þegar verið er að skapa Ísland til framtíðar. Ég vil nútímavæða menntakerfið, endurskipuleggja dagvistunarkerfið þannig og stytta vinnudag barna svo ég taki nokkur dæmi. Ég vil einnig horfa á öll mál út frá hagsmunum fjölskyldunnar því að flest mál snerta hana.“ Yngsti frambjóðandinn á lista Hún fór fyrst í framboð fyrir þremur árum þegar hún bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir Bæjarstjórarnarkosningarnar. „Þar náði ég góðum árangri og lenti í sjötta sæti og var eini nýliðinn sem náði í gegn. Við fengum fimm bæjarfulltrúa kjörna og hef ég því verið fyrsti varabæjarfulltrúi síðan og setið bæði í fjölskylduráði og fræðsluráði. Ég hef einnig verið formaður menningar- og ferðamálanefndar á þessu kjörtímabili og haft frumkvæði af því að efla mennignarstarf í bænum og gera bæinn bæði skemmtilegri til að búa í og heimsækja. Ég hef haft mjög gaman af því að vinna fyrir Hafnarfjörð og það er einstaklega skemmtilegt að sjá góð verkefni verða að veruleika.“ Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Guðbjörg Oddný segir að hún hafi alltaf haft miklar skoðanir og þörf til að bæta sitt nærumhverfi. „Ég ákvað síðan að taka stökkið lengra og bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Suðvestukjördæmi því ég brenn fyrir því að gera Ísland betra fyrir fjölskyldur og börn. Ég vil taka þátt í því að móta landið okkar til framtíðar og vera fulltrúi minnar kynslóðar á Alþingi. Ég er yngsti frambjóðandinn í þessu prófkjöri og mér finnst skipta máli að listinn okkar sé fjölbreyttur.“ Hið opinbera á ekki að flækja lífið Prófkjörið hófst í gær og lýkur á laugardag. Fjölskyldumálin eru aðaláhersluatriði Guðbjargar, sem sjálf er þriggja barna móðir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samfélaginu og að vinna að góðum málum. Eftir að ég eignaðist börnin þá fór ég sjálfkrafa að láta málefni barna og fjölskyldna mig varða því það snertir mig beint. Ég var ekki viss hvort ég ætti að láta slag standa núna eða bíða en kviknaði eldur í brjósti mínu þegar að verið var að ræða fæðingarorlofsfrumvarpið á Alþingi síðasta haust. Þar átti að skerða frelsi foreldra til að ákveða hvernig þau ættu að haga fæðingarorlofinu og mér fannst mjög slæmt að verið væri að taka frelsið af foreldrum til að ráða því hvernig þau haga fyrsta árinu í lífi barnsins. Ég fór að skoða þetta, talaði við fullt af fólki og skrifaði greinar. Mér fannst ótækt að frumvarpið myndi standa svona. Það breyttist sem betur fer í umræðum í nefndinni og kom tilbaka til samþykktar á Alþingi með auknu frelsi foreldra til að ákveða. Ég fann þarna að mig vantaði rödd inn á Alþingi – rödd foreldra sem eru akkúrat núna að ala upp börnin, koma sér upp starfsvettvangi og gera allt í einu. Það er mikið álag á fjöskyldum í dag og sérstaklega á foreldrum ungra barna. Hið opinbera á ekki að flækja lífið eða skerða frelsi fjölskyldna til að ráða sínu lífi. Ég vil tala máli fjölskyldunnar og minnar kynslóðar og taka þátt í því að móta Ísland til framtíðar þannig að það verði ennþá besta landið til að ala upp börnin okkar. Ég brenn fyrir þessum málum og ég vil að við finnum í sameiningu bestu leiðina að því takmarki. Öll mál eru fjölskyldumál því að fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins.“ Guðbjörg Oddný á síðustu meðgöngu. Henni ofbauð umræðurnar um fæðingarorlof á Alþingi. Auðvelt að gleyma sér Guðbjörg Oddný er gift Gísla Má Gíslasyni og þau eiga þrjú börn, Gabríelu Björgu sex ára, Gísla Grím þriggja ára og Garpur Jónas eins árs. „Við eignuðumst sem sagt þrjú börn á fimm árum. Það hefur verið mikið fjör og einnig líka krefjandi. Það sem mér finnst það besta við að vera mamma er að vera með þeim, það er bara allt best við það. Það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim vaxa og þroskast. Börnin eru með svo hreina og fallega hugsun á lífinu og kenna mér svo margt,“ segir Guðbjörg Oddný um móðurhlutverkið. „Mér finnst erfiðast að finna tíma til að rækta sjálfan mig og sinna mér. Það hefur tekið mig tíma að átta mig á því að ég þarf að setja mig í fyrsta sæti svo ég geti verið góð mamma og gert allt annað líka. Það er svo auðvelt að gleyma sér í moðurhlutverkinu þegar að börnin eru svona lítil. Mér finnst stundum líka erfitt að finna taktinn og reyna að gera allt, en svo hef ég lært að maður getur aldrei gert allt og það er allt í lagi.“ Guðbjörg Oddný ásamt börnum sínum. Þau heita Gabríela Björg, Gísli Grímur og Garpur Jónas. Hún segir að ýmislegt mætti vera betra fyrir fjölskyldufólk hér á landi. „Það þarf að tryggja börnum dagvistun eftir tólf mánaða fæðingarorlof. Það þarf að vera húsnæði í boði fyrir fjölskyldur sem hentar þeim bæði til að stækka og minnka við sig. Það þarf að einfalda líf fjölskyldna og láta þjónustuna snúast um þeirra þarfir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tólf frambjóðendur keppa um sex sæti í Kraganum Tólf frambjóðendur sækjast eftir að skipa sex efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hófst síðdegis í dag og lýkur á laugardag. 10. júní 2021 19:27 Tólf í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæmi formannsins Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar rann út í dag og verða tólf manns í framboði. Prófkjörið fer fram dagana 10.-12. júní. 25. maí 2021 21:01 Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar. 16. maí 2021 14:17 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Tólf frambjóðendur keppa um sex sæti í Kraganum Tólf frambjóðendur sækjast eftir að skipa sex efstu sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hófst síðdegis í dag og lýkur á laugardag. 10. júní 2021 19:27
Tólf í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæmi formannsins Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar rann út í dag og verða tólf manns í framboði. Prófkjörið fer fram dagana 10.-12. júní. 25. maí 2021 21:01
Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar. 16. maí 2021 14:17