Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2021 19:35 Finnar fagna sigurmarki sínu. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. Um er að ræða fyrsta leik – og fyrsta sigur – Finna á stórmóti í knattspyrnu. Það fellur hins vegar í skuggann af atburðum fyrri hálfleiks þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður eftir að hafa misst meðvitund. Endurlífgunar tilraunir fóru fram á vellinum og sem betur fer báru þær árangur. Eftir að Eriksen var kominn til meðvitundar ræddi hann við samherja sína og var ákveðið að spila leikinn. Eriksen gat eflaust þakkað skjótum viðbrögðum fyrirliða síns, Simon Kjær, fyrir að ekki fór verr. Leikurinn sjálfur var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik áður en Eriksen hneig niður. Heimamenn – leikið var á Parken á Kaupmannahöfn – voru hins vegar ívið sterkari aðilinn. Respect. Get well soon, Christian. #EURO2020 pic.twitter.com/SyWDfFAcXG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 12, 2021 Leikurinn jafnaðist enn frekar út í síðari hálfleik en þegar klukkustund var liðin komust gestirnir yfir þökk sé marki Joel Pohjanpalo. Hann ákvað hins vegar að fagna marki sínu ekki um of vegna atburða leiksins. Staðan samt sem áður orðin 1-0 Finnum í vil þegar 30 mínútur lifðu leiks. Joel Pohjanpalo scored Finland's first goal at a major tournament but held back on the celebration. pic.twitter.com/krUIOSwlh3— B/R Football (@brfootball) June 12, 2021 Rúmum stundarfjórðungi síðar fengu Danir gullið tækifæri til að jafna metin er vítaspyrna var dæmt eftir að Yussuf Poulsen féll í teignum. Pierre-Emile Højbjerg fór á punktinn en spyrna hans var slök og Lukáš Hrádecký, markvörður Finna, greip boltann einfaldlega. Staðan enn 1-0 og þó Danir hafi sótt án afláts það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki og Finnar unnu dýrmætan 1-0 sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Leik Danmerkur og Finnlands hætt: Eriksen vaknaður og kominn á spítala Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur og Inter Milan, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Hann er kominn á sjúkrahús, vaknaður og líðan hans er sögð stöðug. 12. júní 2021 17:01 Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45 Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15
Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. Um er að ræða fyrsta leik – og fyrsta sigur – Finna á stórmóti í knattspyrnu. Það fellur hins vegar í skuggann af atburðum fyrri hálfleiks þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður eftir að hafa misst meðvitund. Endurlífgunar tilraunir fóru fram á vellinum og sem betur fer báru þær árangur. Eftir að Eriksen var kominn til meðvitundar ræddi hann við samherja sína og var ákveðið að spila leikinn. Eriksen gat eflaust þakkað skjótum viðbrögðum fyrirliða síns, Simon Kjær, fyrir að ekki fór verr. Leikurinn sjálfur var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik áður en Eriksen hneig niður. Heimamenn – leikið var á Parken á Kaupmannahöfn – voru hins vegar ívið sterkari aðilinn. Respect. Get well soon, Christian. #EURO2020 pic.twitter.com/SyWDfFAcXG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 12, 2021 Leikurinn jafnaðist enn frekar út í síðari hálfleik en þegar klukkustund var liðin komust gestirnir yfir þökk sé marki Joel Pohjanpalo. Hann ákvað hins vegar að fagna marki sínu ekki um of vegna atburða leiksins. Staðan samt sem áður orðin 1-0 Finnum í vil þegar 30 mínútur lifðu leiks. Joel Pohjanpalo scored Finland's first goal at a major tournament but held back on the celebration. pic.twitter.com/krUIOSwlh3— B/R Football (@brfootball) June 12, 2021 Rúmum stundarfjórðungi síðar fengu Danir gullið tækifæri til að jafna metin er vítaspyrna var dæmt eftir að Yussuf Poulsen féll í teignum. Pierre-Emile Højbjerg fór á punktinn en spyrna hans var slök og Lukáš Hrádecký, markvörður Finna, greip boltann einfaldlega. Staðan enn 1-0 og þó Danir hafi sótt án afláts það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki og Finnar unnu dýrmætan 1-0 sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Leik Danmerkur og Finnlands hætt: Eriksen vaknaður og kominn á spítala Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur og Inter Milan, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Hann er kominn á sjúkrahús, vaknaður og líðan hans er sögð stöðug. 12. júní 2021 17:01 Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45 Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15
Leik Danmerkur og Finnlands hætt: Eriksen vaknaður og kominn á spítala Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur og Inter Milan, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Hann er kominn á sjúkrahús, vaknaður og líðan hans er sögð stöðug. 12. júní 2021 17:01
Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18
Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45
Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti