Opinberað að Beard tók eigið líf Matt Beard, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Liverpool, tók eigið líf. Frá þessu greina miðlar á borð við Sky Sports og BBC, breska ríkisútvarpið, í kvöld. Enski boltinn 29.9.2025 23:02
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Víkingur er með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum eftir dramatískan 3-2 útisigur í Garðabænum. Víkingar eru með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 29.9.2025 18:31
„Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Víkingar stigu stór skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn Stjörnunni 2-3 í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 29.9.2025 21:48
Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Ísak Bergmann Jóhannesson fór meiddur af velli í leiknum með Köln gegn Stuttgart í gær, í þýsku 1. deildinni í fótbolta, nú þegar styttist í landsleikina mikilvægu við Úkraínu og Frakkland á Laugardalsvelli. Fótbolti 29. september 2025 15:46
Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Federico Chiesa er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heldur til Tyrklands í dag og mætir Galatarasaray í Meistaradeild Evrópu í Istanbúl annað kvöld. Enski boltinn 29. september 2025 15:00
Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Víkingur getur farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla í kvöld, með sigri gegn Stjörnunni í sannkölluðum stórleik í Garðabæ. Vinni Stjarnan er æsispennandi lokasprettur framundan. Íslenski boltinn 29. september 2025 14:17
Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Jack Grealish, leikmaður Everton, játar að hann hafi getað hagað sér betur utan vallar á tíma hans hjá Manchester City. Hann hefur öðlast nýtt líf í bláum hluta Liverpool-borgar. Enski boltinn 29. september 2025 13:32
Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Það vantaði ekki dramatíkina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Fleiri en einn leikmaður reif sig úr að ofan til að fagna sigurmarki í blálokin og alls voru níu mörk skoruð í uppbótartíma í leikjunum. Öll mörkin má sjá á Vísi. Enski boltinn 29. september 2025 12:45
Frá Fram á Hlíðarenda Gareth Owen hættir í þjálfarateymi Fram og færir sig yfir til Vals. Hann verður yfirmaður knattspyrnumála á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 29. september 2025 12:01
Áhugasamur verði Amorim rekinn Xavi Hernández, fyrrum þjálfari Barcelona, er sagður áhugasamur um að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester United fari svo að Portúgalinn Rúben Amorim verði látinn taka poka sinn. Enski boltinn 29. september 2025 10:35
Hefur enga trú lengur á Amorim Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Enski boltinn 29. september 2025 09:31
Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Elmar Kári Enesson Cogic skoraði afar dýrmætt mark með ótrúlegum hætti fyrir Aftureldingu gegn KA í gær, beint úr hornspyrnu, í Bestu deildinni í fótbolta. Mörkin úr leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 29. september 2025 08:29
Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Mikið hefur verið rætt um framtíð Ruben Amorim í starfi hjá Manchester United en liðið hefur tapað þremur af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og féll úr leik í deildarbikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. Fótbolti 29. september 2025 07:01
Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa lagði Fulham 3-1 og Newcastle lá heima gegn Arsenal 1-2. Fótbolti 28. september 2025 23:00
Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Leikmenn meistaraflokks ÍR í kvennaknattspyrnu hafa ákveðið að yfirgefa liðið allir sem einn en leikmennirnir tilkynntu um ákvörðun sína á Instagram í kvöld. Fótbolti 28. september 2025 22:27
„Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur í leikslok eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram í kvöld. Fótbolti 28. september 2025 22:03
„Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Okkur líður bara öllum mjög vel með þetta. Þetta var planið, að vinna þennan leik,“ sagði Helgi Sigurðsson, sem stýrði Fram til sigurs gegn Val í Bestu-deild karla í kvöld. Fótbolti 28. september 2025 21:48
„Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Tilfinningin er góð og loksins náði ég að skora,“ sagði hetja Framara, Fred, eftir 2-0 sigur liðsins gegn Val í kvöld. Fótbolti 28. september 2025 21:31
„Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Afturelding nældi sér í þrjú mikilvæg stig í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Þrjú mörk á sex mínútna kafla skildu liðin að. Með sigrinum lyfti Afturelding sér úr botnsætinu. Fótbolti 28. september 2025 19:20
Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Fram vann nokkuð sanngjarnan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val í efri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvonir Vals eru þar með svo gott sem úr sögunni. Íslenski boltinn 28. september 2025 18:31
„Við þurfum að horfa inn á við“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ómyrkur í máli eftir stórt tap gegn ÍBV í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Íslenski boltinn 28. september 2025 16:31
María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Linköping laut í lægra haldi fyrir Djurgården, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði annað mark Linköping. Fótbolti 28. september 2025 16:20
Börsungar á toppinn Barcelona tók á móti Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í dag þar sem yfirburðir Börsunga voru töluverðir í 2-1 sigri. Fótbolti 28. september 2025 16:02
Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Lið Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, hefur farið illa af stað í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Í dag gerði liðið markalaust jafntefli við nýliða Pisa í Toskana-slagnum. Fótbolti 28. september 2025 15:30
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn