Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Landsleikjahléið gengur ekki áfallalaust fyrir sig hjá Erling Haaland, einum besta framherja heims. Hann þurfti að láta sauma þrjú spor eftir að reka andlit sitt í hurðina á rútu norska landsliðsins. Fótbolti 8.9.2025 23:01
Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Á morgun, þriðjudag, mæta strákarnir okkar ógnarsterku liði Frakklands í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Leikurinn fer fram í París. Fótbolti 8.9.2025 22:18
Segir að treyja Man United sé þung byrði Það að vera markvörður Manchester United er ekki fyrir alla. Því komst André Onana heldur fljótt að eftir að hann átti að hjálpa til við að umturna leikstíl félagsins. Enski boltinn 8.9.2025 21:32
Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Þróttur fór stórkostlega af stað í Bestu deild kvenna en hefur dregist verulega aftur úr toppbaráttunni. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, er gagnrýndur af sérfræðingum Bestu markanna fyrir að bregðast ekki nógu vel við þeim aðstæðum sem komu upp. Íslenski boltinn 8. september 2025 16:15
„Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson segir frönsku kunnáttu sína ekki vera nægilega góða til að hann geti tjáð sig mikið við leikmenn franska landsliðsins í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM á Parc des Princes í París annað kvöld. Hann lét vera að láta blótsyrði falla á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 8. september 2025 15:42
Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið „Það eru allir klárir og allir heilir. Hefur verið óvenju mikið að gera hjá sjúkraþjálfurunum í þessari ferð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi um landsliðshóp Íslands fyrir leikinn við Frakkland á Parc des Princes í undankeppni HM karla í fótbolta annað kvöld. Fótbolti 8. september 2025 15:34
Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Parc de Princes í París í aðdraganda leiks karlalandsliðsins í fótbolta við Frakkland annað kvöld. Fótbolti 8. september 2025 14:45
Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru á Parc des Princes í Frakklandi þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 á morgun. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM. Fótbolti 8. september 2025 14:15
„Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Aurélien Tchouaméni, landsliðsmaður Frakklands, segir liðið þurfa að sýna sitt besta til að vinna Ísland á morgun. Fótbolti 8. september 2025 13:27
„Ísland er eini óvinur okkar“ Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland. Fótbolti 8. september 2025 12:17
Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti FHL sótti stig gegn Þrótti í gær, sitt fjórða stig í allt sumar. Mörkin úr 2-2 jafntefli liðanna má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 8. september 2025 12:00
Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Yeray Álvarez, varnarmaður Athletic á Spáni, féll á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Hann hefur nú verið dæmdur í tíu mánaða keppnisbann. Fótbolti 8. september 2025 11:35
Onana græðir á skiptunum til Tyrklands André Onana, markvörður Manchester United verður lánaður til tyrkneska félagsins Trabzonspor á þessu tímabili. Þar mun hann græða meiri pening en hann hefði hjá enska félaginu. Fótbolti 8. september 2025 10:42
Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Eftir sex marka töp í gærkvöldi er landsliðsþjálfari Kasakstan tilbúinn að segja starfi sínu lausu og landsliðsmaður Tyrklands hefur beðið þjóðina afsökunar. Fótbolti 8. september 2025 10:01
„Ætlum að keyra inn í þetta“ „Það er frábært fyrir mig að koma inn í þennan leik með sjálfstraust en ekki síður fyrir liðið í heild sinni,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. Fótbolti 8. september 2025 09:31
„Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Eftir að hafa vikið formanni félagsins úr starfi á föstudag vöknuðu spurningar um áform eigenda Tottenham Hotspur. Tveir áhugasamir aðilar settu sig í samband um möguleg kaup, en var hafnað með yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem félagið er sagt ekki til sölu. Enski boltinn 8. september 2025 08:55
„Maður er í þessu fyrir svona leiki“ „Við förum bara fullir sjálfstraust í þennan leik eftir frábær úrslit á föstudaginn,“ sagði Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. Fótbolti 8. september 2025 07:32
Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Georgiy Sudakov, landsliðsmaður Úkraínu í knattspyrnu, deildi ófögrum myndum af heimili sínu í Kænugarði á Instagram í dag en blokkin sem íbúðin er staðsett í er illa farin eftir sprengjuárás Rússa. Fótbolti 7. september 2025 23:30
Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Forráðamenn franska knattspyrnuliðsins PSG eru ekki á eitt sáttir með vinnubrögð franska landsliðsins en þeir Ousmane Dembélé og Désiré Doué, leikmenn PSG, meiddust báðir í leik Frakklands og Úkraínu á föstudagskvöldið. Fótbolti 7. september 2025 22:46
Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Lið Víkings hefur verið á fljúgandi siglingu eftir EM pásuna í Bestu-deild kvenna en liðið hefur náð í tólf stig á þessum kafla. Víkingar skiptu um mennina í brúnni fyrr í sumar og það virðist vera að skila liðinu árangri. Fótbolti 7. september 2025 21:30
Spánverjar og Belgar skoruðu sex Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2026 í dag og í kvöld og það vantaði heldur betur ekki mörkin en alls voru skoruð 34 mörk í leikjunum átta. Fótbolti 7. september 2025 21:03
Onana samþykkir skiptin til Tyrklands André Onana, markvörður Manchester United, er búinn að samþykkja að ganga til liðs við Trabzonspor í Tyrkalandi á láni út tímabilið. Fótbolti 7. september 2025 19:31
„Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ „Það er bara frábært að vera kominn hingað yfir. Við sóttum góð úrslit á föstudagskvöldið og það var gott að byrja sterkt. Við vitum að verið að fara í allt annan leik núna á þriðjudaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. Sport 7. september 2025 18:45
Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Hollendingar tylltu sér á topp G-riðils í undankeppni HM 2026 í dag með 2-3 sigri á Litháen en Litháar eru enn án sigurs í riðlinum. Memphis Depay skoraði tvö mörk í dag og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins. Fótbolti 7. september 2025 18:05