Hákon Daði skoraði 37 mörk í 4 leikjum í átta liða og undanúrslitum eða 9,3 mörk að meðaltali í leik.
Hákon er með tólf marka forskot á Stjörnumanninn Björgvin Hólmgeirsson sem er líka úr leik. Sömu sögu má segja af KA-manninum Árna Braga Eyjólfsson sem er enn í þriðja sætið með 22 mörk þrátt fyrir að spila bara tvo leiki í átta liða úrslitunum.
Það þarf að fara niður í fjórða og fimmta sæti listans til að finna menn sem munu spila í úrslitaeinvíginu.
Haukamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson þarf að skora 18 mörk í þessum tveimur leikjum sem eru eftir til að ná Hákoni Daða og Valsmaðurinn Finnur Ingi Stefánsson er nítján mörkum á eftir Hákoni.
Árni Bragi Eyjólfsson varð markakóngur deildarkeppninnar með 163 mörk en Hákon Daði var þar í öðru sæti fimm mörkum á eftir. Þessir tveir voru í sérflokki en þriðji var Þórsarinn Ihor Kopyshynskyi með 130 mörk.
- Markahæstu leikmenn í úrslitakeppni Olís deild karla fyrir lokaúrslitin:
- 1. Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 37/19
- 2. Björgvin Hólmgeirsson, Stjörnunni 25/3
- 3. Árni Bragi Eyjólfsson, KA 22/3
- 4. Orri Freyr Þorkelsson, Haukum 19/13
- 5. Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/1
- 6. Darri Aronsson, Haukum 17
- 6. Hafþór Már Vignisson Stjörnunni 17/3
- 6. Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni 17
- 9. Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 16
- 9. Vignir Stefánsson, Val 16
- 9. Anton Rúnarsson, Val 16/7