Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2021 12:00 Guðlaugur Þór sækir fund NATO í Brussel. Vísir/Sigurjón Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent