Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2021 07:00 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. Lára er gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hún segir þar meðal annars að hún eigi marga drauma. „Einn er að halda áfram að mennta mig og annar er að fá NPA samning sem fyrst til þess að geta flutt að heiman og farið að lifa sjálfstæðu lífi,“ útskýrir Lára. „Ég á góða fjölskyldu. Pabbi vinnur við kvikmyndagerð og fjölmiðla og mamma er leikkona. Ég á stóran bróður sem heitir Tómas og litla systur sem heitir Kristín og elska þau mjög mikið.“ Foreldrar Láru eru Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. Lára segir að leikskólinn hafi verið skemmtilegur en í grunnskóla hafi henni stundum verið strítt. „Ég elska að lesa og herbergið mitt er fullt af bókum. Allir á bókasafninu þekkja mig mjög vel og bókabúðin er líka uppáhalds, segir Lára aðspurð um sín áhugamál. Hún hefur líka áhuga á dýrum, leiklist, söng, myndlist.“ Lára og Guðni Th. forseti Íslands. Þau ræddu meðal annars um námsframboð fyrir fatlað fólk. Afmarkað starfsvið Lára lærði í sérdeild Menntaskólans í Kópavogi, fór í lýðháskólann Lunga á Seyðisfirði. Hún starfar í dag á leikskóla og á kaffihúsi. Hún segir að það sé samt mikilvægt að vera alltaf að bæta við sig þekkingu en fyrir hana eru möguleikarnir ekki margir. „Nú er ég að sækja um starfstengt diplómanám í Háskóla Íslands sem er mjög spennandi. En á sama tíma finnst mér mjög sérstakt og eiginlega mjög ósanngjarnt að þetta er eina námið sem stendur fólki með fötlun til boða innan HÍ.“ Lára er mikill dýravinur og er stundum kölluð hundahvíslari. Að námi loknu sé miðað við að nemendur geti starfað á bókasafni, leikskóla eða í frístundamiðstöð. „Allt saman ágætt og ég sem betur fer með áhuga á því, en þarna er verið að velja fyrir okkur mjög afmarkað svið sem starfsvettvang.“ Bókaormur með 10 í sagnfræði Hún bendir einnig á að aðeins fimmtán komist inn í námið og eingöngu séu teknir inn nýir nemendur annað hvert ár. Í heimsfaraldrinum hafi talan meira að segja lækkað niður í átta. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Lára ásamt samstarfsfólki sínu á Te og kaffi. Það ætti ekki að vera flókið að opna meiri möguleika fyrir fólk með fötlun í Háskólanum, verkmenntaskólum og á vinnumarkaði. Nógu einangrandi er þetta samt. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Lára Þorsteinsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Háskólar Spjallið með Góðvild Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Lára er gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hún segir þar meðal annars að hún eigi marga drauma. „Einn er að halda áfram að mennta mig og annar er að fá NPA samning sem fyrst til þess að geta flutt að heiman og farið að lifa sjálfstæðu lífi,“ útskýrir Lára. „Ég á góða fjölskyldu. Pabbi vinnur við kvikmyndagerð og fjölmiðla og mamma er leikkona. Ég á stóran bróður sem heitir Tómas og litla systur sem heitir Kristín og elska þau mjög mikið.“ Foreldrar Láru eru Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. Lára segir að leikskólinn hafi verið skemmtilegur en í grunnskóla hafi henni stundum verið strítt. „Ég elska að lesa og herbergið mitt er fullt af bókum. Allir á bókasafninu þekkja mig mjög vel og bókabúðin er líka uppáhalds, segir Lára aðspurð um sín áhugamál. Hún hefur líka áhuga á dýrum, leiklist, söng, myndlist.“ Lára og Guðni Th. forseti Íslands. Þau ræddu meðal annars um námsframboð fyrir fatlað fólk. Afmarkað starfsvið Lára lærði í sérdeild Menntaskólans í Kópavogi, fór í lýðháskólann Lunga á Seyðisfirði. Hún starfar í dag á leikskóla og á kaffihúsi. Hún segir að það sé samt mikilvægt að vera alltaf að bæta við sig þekkingu en fyrir hana eru möguleikarnir ekki margir. „Nú er ég að sækja um starfstengt diplómanám í Háskóla Íslands sem er mjög spennandi. En á sama tíma finnst mér mjög sérstakt og eiginlega mjög ósanngjarnt að þetta er eina námið sem stendur fólki með fötlun til boða innan HÍ.“ Lára er mikill dýravinur og er stundum kölluð hundahvíslari. Að námi loknu sé miðað við að nemendur geti starfað á bókasafni, leikskóla eða í frístundamiðstöð. „Allt saman ágætt og ég sem betur fer með áhuga á því, en þarna er verið að velja fyrir okkur mjög afmarkað svið sem starfsvettvang.“ Bókaormur með 10 í sagnfræði Hún bendir einnig á að aðeins fimmtán komist inn í námið og eingöngu séu teknir inn nýir nemendur annað hvert ár. Í heimsfaraldrinum hafi talan meira að segja lækkað niður í átta. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Lára ásamt samstarfsfólki sínu á Te og kaffi. Það ætti ekki að vera flókið að opna meiri möguleika fyrir fólk með fötlun í Háskólanum, verkmenntaskólum og á vinnumarkaði. Nógu einangrandi er þetta samt. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Lára Þorsteinsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Háskólar Spjallið með Góðvild Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira