Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Snorri Másson skrifar 19. júní 2021 09:01 Það er gömul saga og ný að fólk sem ekki hefur náð aldri villir á sér heimildir til að komast inn á skemmtistaði. Á tækniöld verður það þó sífellt flóknara. Vísir Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum. Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum.
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06