Í fyrsta sinn í sögunni töpuðu bæði liðin síðasta leik sínum fyrir úrslitaeinvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 14:00 Agnar Smári Jónsson tók út leikbann í síðasta leik Valsmanna og er því eini leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu sem hefur ekki tapað leik í þessari úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa liðin tvö í úrslitaeinvígi handboltans komið inn í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með tap á bakinu en það er einmitt raunin nú. Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira