Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:57 Frá Rotterdam-höfn, stærstu umskipunarhöfn í Evrópu. Yfirvöld þar stefni að því að hún verði aðalinnflutningshöfn fyrir vetni í álfunni. Vísir/Getty Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44