„Alls ekki óþekkt að svona staða komi upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 19:35 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Vísir/Arnar Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26