„Alls ekki óþekkt að svona staða komi upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 19:35 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Vísir/Arnar Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26