„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 20:38 Birgir Gunnarsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. vísir/vilhelm Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“ Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
„Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira