Í frétt BBC kemur fram að Harvill hafi látist í æfingastökki í gærmorgun, en hann hugðist slá heimsmetið, 107 metrar, fyrir framan áhorfendur á sýningu við Moses-vatn.
Á myndbandsupptökum af atvikinu mátti sjá Tarvell og mótorhjólið lenda nokkru frá fyrirhuguðum lendingarstað með þeim afleiðingum að hann skall jörðina. Segja staðarmiðlar frá því að Tarvell hafi misst hjálminn sinn í slysinu.
Skipuleggjendur sýningarinnar Moses Lake Airshow greindu fyrst frá því að Tarvell hafi verið fluttur slasaður á sjúkrahús, en talsmaður lögreglu greindi síðar frá því að hann hafi látist.
Tarvell lætur eftir sig eiginkonuna Jessicu og nýfæddan son. Jessica segir að eiginmaðurinn hafi verið að undirbúa stóra stökkið í tvær vikur, en að þetta hafi verið fyrsta alvöru æfingastökkið af rampinum.
Harvill starfaði sem motocross-ökuþór og átti fyrir tvö heimsmet á sviði mótorhjólastökka.
Hann varð 28 ára gamall.