Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:33 Arnar Helgi lamaðist fyrir neðan brjóst þegar hann var tuttugu og sex ára gamall. Hann ætlar nú að hjóla 400 kílómetra með höndunum. Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400 Hjólreiðar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400
Hjólreiðar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira