„Ekki vera fimmtugur, fullur og prófa þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 20:01 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. vísir/vilhelm/egill Nokkrir leita á bráðamóttöku landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis. Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti. Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti.
Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira