Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2021 11:02 Ingvar Sigurðsson,13,6 pd urriði úr Ónýtavatni Veiði hófst í Veiðivötnum á föstudaginn síðasta og þrátt fyrir heldur kalt veður og hressilegan vind á köflum er ekki annað heyra en að veiðin hafi verið ágæt. Þetta vinsæla vatnasvæði dregur að sér fjöldann allann af veiðimönnum á hverju sumri og það er eins og venjulega mikil spenna eftir fyrstu fréttum ofan úr vötnum. Það er ekki annað að heyra en að þeir sem hafa verið uppfrá þessa fyrstu daga séu nokkuð sáttir. Aðstæður hafa verið krefjandi með kulda og trekk en veiðin virðist vera ágæt, í það minnsta hjá þeim sem við höfum rætt við en þar fara menn sem hafa veitt vötnin í áratugi. Stærsti fiskurinn sem kominn er á land er 13,6 punda urriði úr Ónýtavatni og eitthvað hefur verið að koma á land sem er 6-9 pund svo það er engin að kvarta yfir því að það sé ekki stóra fiska að finna í vötnunum. Öll vötn eru nú íslaus og allir vegir færir, nema enn er ófært í Skyggnisvatn. Veiðimenn eru hvattir til að halda sig á vegslóðum og aka ekki yfir gróður þó svo bleytupollur sé á veginum. Óvenju lítið vatn er nú í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni. Önnur vötn eru að mestu eðlileg. Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Þetta vinsæla vatnasvæði dregur að sér fjöldann allann af veiðimönnum á hverju sumri og það er eins og venjulega mikil spenna eftir fyrstu fréttum ofan úr vötnum. Það er ekki annað að heyra en að þeir sem hafa verið uppfrá þessa fyrstu daga séu nokkuð sáttir. Aðstæður hafa verið krefjandi með kulda og trekk en veiðin virðist vera ágæt, í það minnsta hjá þeim sem við höfum rætt við en þar fara menn sem hafa veitt vötnin í áratugi. Stærsti fiskurinn sem kominn er á land er 13,6 punda urriði úr Ónýtavatni og eitthvað hefur verið að koma á land sem er 6-9 pund svo það er engin að kvarta yfir því að það sé ekki stóra fiska að finna í vötnunum. Öll vötn eru nú íslaus og allir vegir færir, nema enn er ófært í Skyggnisvatn. Veiðimenn eru hvattir til að halda sig á vegslóðum og aka ekki yfir gróður þó svo bleytupollur sé á veginum. Óvenju lítið vatn er nú í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni. Önnur vötn eru að mestu eðlileg.
Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði