Lið Guðmundar svarar Hanning og segir ummæli hans fordæmalaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2021 11:01 Bob Hanning gerði allt vitlaust með ummælum sínum um þýsku landsliðsmennina hjá Melsungen. getty/Jan-Philipp Burmann Stjórnarmaður Melsungen segir að ásakanir Bobs Hannings, varaforseta þýska handknattleikssambandsins og framkvæmdastjóra Füchse Berlin, séu fordæmalausar. Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar. Þýski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Sjá meira
Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar.
Þýski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Sjá meira