Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2021 09:23 Urriðafoss í Þjórsá. Nú er júnímánuður brátt á enda og það verður bara að segjast eins og er að það er búið að vera ansi rólegt við bakka laxveiðiánna. Á þessu er ein undantekning, kannski tvær. Urriðafoss er að detta í 400 laxa og ber höfuð og herðar yfir árnar þegar það eru teknar saman veiðitölur. En við skulum samt aðeins róa okkur á svartsýninni þar sem langflestar árnar eru bara ný opnaðar, sem og að kalt vor og köld byrjun á sumri hefur oftar en ekki gert það að verkum að veiðin fer seint í gang. Það eru helst veiðitölur úr Blöndu og Norðurá sem vekja furðu en þegar tölur voru teknar saman hjá Landssambandi Veiðifélaga að venju á miðvikudaginn var aðeins búið að bóka 22 laxa í Blöndu og 65 laxa í Norðurá. Það þarf ekkert að fela það að þetta er afskaplega róleg byrjun í þessum tveimur ám sem opna fyrstar og eru af þeim sökum yfirleitt að sýna mun hærri tölur á þessum tíma. Stórstreymi er nýafstaðið og skilaði minna í árnar en væntingar stóðu til en svo við nefnum aftur, þetta er ekki einsdæmi á köldu vori! Aðdragandi næsta straums og sá straumur rétt fyrir miðjan júlí er aðalstraumurinn á þessu ári segja reynsluboltarnir og taka þá mið af aðstæðum þar sem kalt vor, kaldar og vatnsmiklar ár hafa þessi áhrif. Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði
Á þessu er ein undantekning, kannski tvær. Urriðafoss er að detta í 400 laxa og ber höfuð og herðar yfir árnar þegar það eru teknar saman veiðitölur. En við skulum samt aðeins róa okkur á svartsýninni þar sem langflestar árnar eru bara ný opnaðar, sem og að kalt vor og köld byrjun á sumri hefur oftar en ekki gert það að verkum að veiðin fer seint í gang. Það eru helst veiðitölur úr Blöndu og Norðurá sem vekja furðu en þegar tölur voru teknar saman hjá Landssambandi Veiðifélaga að venju á miðvikudaginn var aðeins búið að bóka 22 laxa í Blöndu og 65 laxa í Norðurá. Það þarf ekkert að fela það að þetta er afskaplega róleg byrjun í þessum tveimur ám sem opna fyrstar og eru af þeim sökum yfirleitt að sýna mun hærri tölur á þessum tíma. Stórstreymi er nýafstaðið og skilaði minna í árnar en væntingar stóðu til en svo við nefnum aftur, þetta er ekki einsdæmi á köldu vori! Aðdragandi næsta straums og sá straumur rétt fyrir miðjan júlí er aðalstraumurinn á þessu ári segja reynsluboltarnir og taka þá mið af aðstæðum þar sem kalt vor, kaldar og vatnsmiklar ár hafa þessi áhrif.
Stangveiði Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði