Þóttust ætla að þiggja gefins sófa en létu greipar sópa Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 08:01 Jóna María Hafsteinsdóttir varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það rann upp fyrir henni að hún hefði verið rænd af fólki sem hún ætlaði að gefa sófa. Facebook Jóna María Hafsteinsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við par sem kom inn á heimili hennar til að fá gefins sófa á dögunum. Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn. Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn.
Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira