Þóttust ætla að þiggja gefins sófa en létu greipar sópa Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 08:01 Jóna María Hafsteinsdóttir varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það rann upp fyrir henni að hún hefði verið rænd af fólki sem hún ætlaði að gefa sófa. Facebook Jóna María Hafsteinsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við par sem kom inn á heimili hennar til að fá gefins sófa á dögunum. Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn. Reykjavík Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn.
Reykjavík Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira