John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 12:20 John Oliver hæðist meðal annars að ferli Ballarin sem barnafatahönnuður. Skjáskot/Vísir John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira