Fyrstu töpuðu stig Framara og þrenna á fjórum mínútum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2021 21:31 Grindvíkingar eru fyrstir til að taka stig af Fram í sumar. Níunda umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og þá var skoruð ótrúleg þrenna í mikilvægum sigri Þróttar. KR fór þá á topp Lengjudeildar kvenna. Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni. Lengjudeildin Fram Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni.
Lengjudeildin Fram Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti